Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 125
SAMVINNAN
119
réttur, jus abutendi. Og það telur Rómaréttur hið
eina og sanna sérkenni eignarréttarins.
En þessi algerleiki, sem virðist eignarréttinum svo
nátengdur, að vér getum tæpast hugsað oss hann án
hans, þessi takmarkalausi umráðaréttur hefir ekki allt-
af verið til. Smátt og smátt hefir eignarrétturinn þró-
azt í það horf. Víðtæki hans hefir aukizt á því sviði eins
og hinu, hvaða eignir hann nær yfir. Það eru Rómverjar,
sem eiga heiðurinn af því, að hafa veitt eignarréttinum
þessa yfirburði með lögum, yfirburði, sem hann hafði
ekki áður, yfirburði, sem hann síðar átti að missa að
nokkru leyti, þegar nýjar hugmyndir komu til sögunnar.
Að því er séð verður, hafa meginréttindi þau, sem
eignarréttinum fylgja, orðið til stig af stigi, eins og nú
skal greina:
1. Fyrstu réttindin hafa sennilega verið þau, að g e r a
eign sína a r ð b æ r a, þ. e. a. s. að nytja hana með
vinnu annarra, oftast með þrælavinnu í fornöld, stundum
ef til vill með daglaunavinnu. Þetta þótti hið g ö f g-
a s t a, af því að því fylgdi ekki persónuleg vinna eig-
andans.
2. Réttindin til þess að g e f a virðast vera einhver
elzta tegund umráðaréttar yfir eignum manna, að
minnsta kosti þegar um lausafé var að ræða. Þau rétt-
indi virðast vera eldri en réttindin til að selja. Og hvers
vegna skyldi eigandinn ekki hafa rétt til að leyfa öðrum
að hagnýta eign sína og eyða henni, úr því að hann hefir
rétt til þess að hagnýta hana sjálfum sér til fullnæg-
ingar? Ef hann hefir rétt til að eyða henni, hví skyldi
hann þá ekki hafa rétt til að gefa hana? Eru það ekki
göfgustu og öfundsverðustu forréttindin, sem eignarrétti
fylgja, að geta gert aðra hluttakandi í þeirri blessun,
sem honum fylgir?
3. Réttindin til þess að s e 1 j a og 1 e i g j a virðast
ekki hafa komið til sögunnar fyrr en löngu seinna, að
minnsta kosti ef um fasteignir er að ræða. Á fjórðu öld
f. Kr. heldur Aristoteles því fram, að þau réttindi hljóti