Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 159
S A M V I N N A N
153
4. Skrifið öll föll eint. af faðir og móðir.
5. Hvort er réttara í ef. flt.: gamalla eða gam-
allra, brúnnra eða brúnna, vænnra eða
v æ n n a ?
6. Hvernig er skrifað hástig af innri, nyrðri,
heldri?
7. Skrifið 4 kennimyndir og viðtengingarhátr, nút. og
þát. af hverfa, hlæja, smjúga, ausa.
8. Skrifið 3 kennimyndir og 1. pers. eint. nút. framsh.
af d u g a, u n n a, e i g a, snúa, r ó a.
9. Segið eftir hvaða orðum þarf kommu í málsgrein-
inni: „Napoleon varð allfeginn að fá peysu Ófeigs
því á henni vann engin hríð né væta hvað sem
á gekk og ekkert sverð beit hana nema þrem
sinnum hefði verið manns bani“.
10. Greinið sömu málsgrein eftir setningum og setn-
ingarhlutum.
11. Greinið eftir orðflokkum og, eftir því sem við á,
eftir kyni, tölu og falli eða tíð, hætti, mynd, per-
sónu og tölu þessa málsgrein: „í sama bili sýnd-
ist okkur systur minni eins og útilegumaðurinn
færi aftur á hvarf“.
12. Skýrið nákvæmlega myndun orðanna: herzlu-
munur, miskunn, smyglari?
13. Hver er munur á samtengingu orðanna: hræði-
legur, allslaus, fljótfær og nýjabrum?
14. Hvernig má skipta milli lína orðunum: nýjung,
sjávarselta og vorkunn?
15. Hvað er athugavert við samsetningu orðanna:
guðfræðisnám, fyndnissaga oggræðg-
i s 1 e g u r ?
16. Nefnið flesta fornaldarkosti, sem Jónas Hallgríms-
son saknar í samtíð sinni.
17. Hvaða skáld þykir ykkur yrkja karlmannlegast á
19. öld? Nefnið kvæði til stuðnings vali ykkar.
18. Hvert var merkasta eftirmælaskáld íslendinga síð-
ustu öld?