Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 45
SAMVINNAN
39
sem vseri baðandi í sjónum, en skyrið myndi mátulega
svalandi.
Og loks skal ég geta þess, að mér hefir verið sagt um
dönsku landmælingamennina, sem verið hafa hér á 'andi
undanfarin ár, að þess hafi verið gætt að senda aldrei
meir en tvo menn til byggða í einu eftir matvælum, því
þeir væru svo sólgnir í skyrið, sem þeir fengju nýtt í
byggðinni, að þeir væru óvinnufærir á eftir af ofáti, og
ekki dygði að meir en tveir væru óvinnufærir í einu.
Skiljanlega var þetta sagt í gamni, en sýnir þó jafnframt
tilhneigingu mannanna gagnvart þessari fæðutegund.
Það, sem hér hefir verið sagt, ætti að nægja til að
færa mönnum heim sanninn um það, að skyr er þó nokkuð
þekkt erlendis, og það að góðu, og að talsverðir mögu-
leikar hljóta þá að vera, ef rétt er á haldið, fyrir því að
gera það seljanlegt erlendis, ef einhver sú aðferð finnst,
sem gerir kleift að koma skyrinu nýju og ósúru
til væntanlegra neytanda þar.
Aðferðin.
Ég hefi nú í 10 ár — síðan haustið 1921 — gert afar
margvíslegar athuganir og tilraunir með það fyrir aug-
um að gera skyrið að vöru, sem hægt væri að bera á borð
jafnt í nærlægum sem og jafnvel fjarlægum löndum. Þar
eð margt er sameiginlegt með skyri og mjólk, hefi ég
skiljanlega þrautreynt allar þær aðferðir, sem þekktar eru
til varðveizlu þessarar síðasttöldu vöru, svo sem niður-
suðu, þurkun, o. fl., en aldrei með góðum árangri. Skyrið
breyttist í eðli sínu. Og enda skal ég taka fram, að tak-
mark mitt hefir fyrst og fremst verið þetta:
1. að h e f t a, en ekki stöðva fyrir fullt og allt, súr-
myndunina í skyrinu, svo lengi sem maður óskaði
eftir;
2. að skyrið haldi áfram að súrna á réttan og eðlilegan
hátt, þegar maður óskar eftir, og þegar maður er
búinn að geyma það ósúrt eftir vild; og