Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 43
SAMVINNAN
37
Því virðist það augljóst, að ef hægt er að yfirbuga
þessi vandræði, sýnist ekkert vera til fyrirstöðu að skyrið
geti orðið útflutningsvara héðan, ef kaupendur þá eru
fyrir hendi erlendis.
Erlendir markaðir.
Hér vaknar því fyrst sú spurning, hvort útlendingar
yfirleitt eða einstöku þjóðflokkar kæra sig nokkuð um að
borða skyrið í sínu heimalandi.
Læknir einn (Steingrímur Matthíasson) hélt því
fram fyrir nokkrum árum, að skyrinu væri það að þakka,
að vér íslendingar værum enn til sem þjóðflokkur, því ef
forfeður vorir hefðu ekki étið skyr, myndu kynslóðirnar
hafa dáið út fyrir löngu vegna vöntunar á vítamínum í
fæðu þeirri, sem þeir neyttu. Þetta kann sumum að finn-
ast vera öfgakenndur framsláttur, og skal ekkert um rétt-
mæli hans dæmt hér; en benda má á það, að nú munu vís-
indamenn viðurkenna, að hingað til hefir smjörinu, sem
vítamínríkri fæðu, verið skipaður allt of hár sess, saman-
borið við undanrennu og afurðir úr henni. Því er sem sé
haldið fram upp á síðkastið af vísindamönnum, a ð í
undanrennunni séu næstum öll þau A- og
B-v ítamín, sem verið hafi í mjólkinni
ó s k i 1 i n n i, svo vel má vera að orð læknisins séu sönn.
En hvað sem þessu viðkemur, þá er hitt þó víst og nægi-
lega sannað, að skyr er afar holl fæða. Fra
því sjónarmiði virðist því síður en svo nokkuð vera til
fyrirstöðu því, að hægt verði að vinna skyrinu markað
erlendis.
Maður getur líklega haldið því fram algerlega mót-
mælalaust, að hver einasti Englendingur,
og flestir þeir annara þjóða, er borðað hafa skyr-
ið nýtt hér á landi, hafi allir lokið upp
einum munni um, að það sé ekki einung-
i s ágætis matur, heldur og hreinasta
hnossgæti. Og jeg get skýrt frá, að í þessi 10 ár,
sem ég hefi verið að gera athuganir og tilraunir með það