Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 60
54
SAMVINNAN
um kjörum, þarf hann að gera sér féð arðbært með því
að lána það aftur almenningi. En hveraig er bezt að
haga þeim lánum? Bankinn getur ekki lánað fé til langs
tíma, t. d. hvorki veðlán né stofnlán til þess að koma á
fót iðnfyrirtæki. Því má ekki gleyma, að honum er falið
féð til geymslu og að hann er skyldur að endurgreiða
það, þegar þess verður krafizt af honum. Af þeim sök-
um getur hann aðeins notað féð til þess að lána það til
skamms tíma, svo að hann missi ekki umráðaréttinn
yfir því nema tíma og tíma, heldur hafi það svo að
segja undir handarj aðrinum og alltaf í augsýn.
En eru þá nokkrar lánsaðferðir til, sem fullnægja
þessum skilyrðum?
Já, víst er svo, og meira að segja ein aðferð, sem
fullnægir þeim bæði vel og rækilega. Þegar kaupmaður
hefir selt vöru sína með gjaldfresti, svo sem venja er til,
getur svo farið, að hann þurfi á peningunum að halda
áður en kominn er gjalddagi, og þá leitar hann til bank-
ans. Og bankinn lánar honum þá upphæð, sem hann á í
vændum að fá frá kaupanda vörunnar — að frádreginni
vissri upphæð, sem er ágóði bankans. í staðinn fyrir lán-
ið fær bankinn hjá kaupmanninum skuldakröfu þá, sem
hann hefir á hendur þeim, sem vöruna keypti, þ. e. a. s.
víxil þann, sem kaupandi vörunnar hefir samþykkt. Bank-
inn geymir síðan víxilinn, þangað til hann fellur. En þá
fær hann víxilinn greiddan af kaupanda vörunnar, og þar
með hefir bankinn heimt aftur fé sitt.
Þetta er það, sem nefnt er f o r v ö x t u n. Það er ein
tegund útlána, og gefur hún bönkum góðan arð. Hugsum
oss t. d., að banki kaupi víxil til þriggja mánaða, sem
hlj óðar upp á 1000 franka, en greiðir ekki fyrir hann nema
985 franka. Þegar víxillinn fellur, fær bankinn greidda
fyrir hann 1000 franka, og hefur bankinn þá lánað út fé
sitt með rúmum 6% vöxtum þennan þriggja mánaða tíma.
Víxlar eru yfirleitt teknir til skamms tíma; venjulega
standa þeir víxiar, sem bankar forvaxta, ekki lengur en
þrjá mánuði; sérstaklega gildir sú regla um millilanda-