Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 110
104
S A M V I N N A N
III.
Uppruni eignarréttarins.
1 næsta kafla hér á undan er það sýnt, að í siðmenn-
ingarþj óðfélögum nútímans er eignarréttur einstaklings-
ins aðalfjöðrin í vélakerfi eignaskiptingarinnar. Hann
er sú fjöður, sem setur allt í hreyfingu. Þess vegna er
það nauðsynlegt að vita, hvernig á þeim rétti stendur.
Hagnýting hlutarins felur yfirleitt alltaf í sér eins-
konar t i 1 e i n k u n hans. Til þess að hagnýta brauðið
verða menn að eta það; til þess að hagnýta fötin verða
menn að klæðast í þau; til þess að hagnýta húsið verða
menn að búa í því, og til þess að hagnýta landið verða
menn að rækta það.
En menn geta haft hlut undir höndum án þess að
eiga hann, menn geta haft afnotarétt hans, t. d. verið
leigjandi í húsi, lánþegi o. s. frv. Eignarrétturinn kem-
ur fyrst til sögunnar, þegar tileinkun hlutarins er ekki
lengur bundin við persónulega hagnýtingu hans.
Menn eiga ekki hlutinn fyrr en þeir hafa rétt til að halda
honum, án þess að nota hann sjálfir, og rétt til að banna
öðrum að snerta við honum, eða þá rétt til að leyfa hann
öðrum til hagnýtingar — með öðrum orðum, óskertan rétt
til að ráða yfir honum á allan hátt (jus abutendi).
Þetta er almennasti og víðtækasti skilningurinn á eign-
arrétti einstaklings, og þetta er sá skilningur, sem Róma-
réttur hefir staðfest.
En á hvern hátt er hægt að öðlast eignarrétt? Á
þrennan hátt fyrst og fremst, með kaupum, gjöfum og
arfi, — hvort heldur er fyrir arfleiðslu eða lögerfðir. En
þess er að gæta, að þessar þrjár aðferðir eru allar af-
1 e i d d a r, eins og lögfræðingar segja, þær fela allar í
sér afhendingu, sem fram fer samkvæmt vilja annars
manns (nema lögerfðir, sem fara fram samkvæmt lög-
um), og þær gera því ráð fyrir öðrum eldri eignarrétti.
En vér vildum fá að vita, hvernig eignarrétturinn verður