Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 72
66
SAMVINNA N
það og sannað, í Englandi, að það er litlum erfiðleikum
bundið. Ríkisbankinn yrði þá einangraður og afskiptur,
tómur og viðskiptavana í allri tign sinni og virðingu, nema
því aðeins, að hann reyndi að bjarga sér úr klípunni með
því að leggja einokun á forvöxtun víxla og aðra banka-
starfsemi; en þá væri menn komnir inn á algerða þjóð-
nýtingu.
Þessar mótbárur hafa allar við mikil rök að styðjast
og ekki sízt hin síðasta. Víst er um það, að til þess að
ríkisbanki þrífist, þarf hann ekki síður en aðrir bankar að
njóta trausts manna, því að lánstraust og banki eru
ósundurgreinileg hugtök. Og hugsanlegt er það, að ríkis-
banka bregðist traust. En það atriði verður að láta liggja
á milli hluta hér.
Ef einkabanka væri fengin í hendur einkaréttur tii
seðlaútgáfu, þá eiga ekki lengur við mótbárur þær, sem
hér voru taldar á undan, jafnvel þótt sá banki væri háð-
ur ríkiseftirliti. En þrátt fyrir það geta frjálslyndir hag-
fræðingar ekki fallizt á þá tilhögun umyrðalaust. Einka-
réttur banka til seðlaútgáfu, jafnvel þótt hann sé tak-
mörkum bundinn, hlýtur að hafa áhrif á alla starfseml
hans og veitir honum óréttmæta yfirburði gag*nvart öðr-
um bönkum, sem við hann keppa. Einkaréttur til seðla-
útgáfu veitir banka þeim, sem hann hefir, réttindi til
þess að reka lánsviðskipti með seðlunum, sem kosta hann
ekki neitt. Og hvernig geta þá aðrir bankar keppt við
hann? Þannig hefir einkarétturinn til seðlaútgáfu, eftir
því sem menn segja, veitt Frakklandsbanka forréttindi í
Frakklandi, sem eru óréttmæt, bæði vegna starfsemi
bankans og fjárhagslegra eiginleika hans. Með þeim fríð-
indum hafa allir aðrir bankar landsins verið gerðir hon-
um háðir. Menn dást að því, að honum hefir hér um bil
alltaf tekizt að halda forvöxtum sínum lægri en í öðrum
löndum. En í rauninni hefir honum reynzt það létt verk
og auðvelt, því að til forvöxtunar hefir ham. notað seðla
þá, sem ekki hafa kostað hann annað en pappír og prent-
un. En hvaða hag hafa verzlunarmenn og kaupmenn af