Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 93
SAMVINNAN
87
kaupa verður e. t. v. tuttugu miljónir kornvætta frá út-
löndum, t. d. frá Rússlandi eða Ameríku, þá verður að
senda um það bil 400 miljónir franka til þessara landa, og
bankarnir verða að vera við því búnir, að almenningur
leiti til þeirra eftir þessu fé. Fjárhirzlur bankanna eru,
eins og áður er sýnt, það forðabúr, sem í saínast mestallt
fé landsins, sem í umferð hefir verið; þar er það geymt
sem málmforði, og það er eina uppsprettan, sem hægt er
að ausa úr, þegar þörfin kallar. Og sú þörf getur orðið
bönkunum hættuleg, ef málmforði þeirra, og þá sérstak-
lega gullforðinn, er ekki því stærri. Sem betur fer, fá bank-
arnir fyrirboða þess, þegar slík hætta er í aðsigi, og sá
fyrirboði er ennþá vissari en viðvörun sú, sem loftvogin
sendir sjómanninum. En fyrirboðinn er sá, að gengi er-
lendra víxla hækkar og nálgast gullpunkt. Ef víxiigengið
byrjar að verða óhagstætt, þ. e. a. s. að víxlar á önnur
lönd eru greidd langt fyrir ofan nafnverð, þá má draga
af því þá ályktun, að þeir menn, sem skulda í útlöndum,
séu miklu fleiri en hinir, sem eiga þar inni, og þá leiðir
beint af því, að senda verður peninga til útlanda, því að
jöfnuður fæst ekki með öðru móti.
Þótt ekki sé gert ráð fyrir hækkandi víxilgengi, er
það samt ills viti, þegar víxlafjöldinn eykst, en málmforð-
inn minnkar. Með því að athuga þetta hvort tveggja í
sameiningu, hefir franski hagfræðingurinn J u g 1 a r
fundið ráð til þess að sjá fyrir kreppur og sýna gang
þeirra með línuriti. Tvær boglínur eru dregnar, og sýnir
önnur þeirra upphæð víxlanna, sem bankinn á í
fórum sínum, en hin sýnir, hvað málmforðinn
e r m i k i 11. Þegar línur þessar fjarlægjast hvor aðra allt
í einu, er kreppa í aðsigi, og þegar henni léttir, nálgast
línurnar aftur hvor aðra. Hækkun fyrri línunnar merkir
í raun og veru það, að viðskiptin aukast og menn notfæra
sér lánstraustið; og þegar hin línan lækkar, bendir það
til þess, að menn þurfa á málmforða að halda. Reynslan
hefir yfirleitt staðfest þessar kenningar og sýnt það og
sannað, að þær eru réttar.