Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 136
130
S A M V I N N A N
ekki sameign efst á stefnuskrá sinni. Aðaltakmark henn-
ar er að ná fullkomnu og algerðu sjálfræði í þroska hvers
einstaks manns, en hún telur sameignarhugsjónina eina
hugsanlega ráðið til þess að ná þessu marki. Stjórnleys-
ingjar líta svo á, að einkaeign, hversu takmörkuð sem hún
er, hljóti alltaf að verða þröskuldur í götu þeirra, með því
að hún leiði af sér völd og yfirráð yfir öðrum. Það, að eiga
eitthvað, setur menn alltaf að einhverju leyti yfir hina,
sem ekkert eiga, og opnar leið til þess að notfæra sér
krafta þeirra til þess að auka eignir sínar. Af þessari
ástæðu viðurkenna stjórnleysingjar ekki aðra eignaskipt-
ingu en þá, sem þeir sjálfir hafa lýst svo áþreifanlega
með þeim orðum „að grípa höndum í hrúguna“ (p r i s e
au ta s).
Enginn ætti að vera svo einfaldur að neita því, að
reglan „handa hverjum eftir þörfum hans“, væri hin
þægilegasta í alla staði1). En til þess að hægt væri að fara
eftir þeirri reglu, yrði að gera ráð fyrir, að til væri tak-
Justice, 1793) koma greinilega í ljós stjórnleysingja kenn-
ingar. Proudhon er þó hinn fyrsti stjórnleysingi, sem haft hefir
áhrif á hugmyndaheim samtíðar sinnar. Og sú spurning, sem
Proudhon og stjórnleysingjar eftir hans dag setja fram, er
fyrst og fremst um einstaklingsfrelsi og sjálfræði, að hve miklu
leyti lög og réttur, eða réttarþvingun eigi rétt á sér. (Sjá A n-
archismus í Handwörterbuch der Staats-
wissenschaften og Der Anarchismus eftir prófcssor
Z e n k e r.
*) Vér segjum ekki „hin réttlátasta", eins og algengt er að
halda fram, því að það er erfitt að skilja, hvernig meiri þarfir
ætti að veita meiri rétt. þeir nægjusömu myndi alltaf verða af-
skiptir. Prófessor Schmoller heldur því fram réttilega, að
það væri algerlega rangt að gera þarfh' einstaklingsins að mæli-
snúru fyrir skiptingunni, því að þarfir vorar hljóta alltaf að
vera háðar eigingirni. það er vinnan, tilverknaðurinn, atliafn-
irnar, sem getur komið mannkyninu að gagni í heild sinni, og
það er því hið eina, sem hægt er að leggja til grundvallar rétt-
látri skiptingu. (Zur Social- und Gewerbepolitik
d e r G e g e n w a r t: D i e Gerechtigkcit i n d e r V o 1 k s-
wirtschaft).