Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 64
58
SAMVINNAN
skipti hafa menn nefnt víxlabrall. I Svíþjóð era þeir
nefndir „kjallaravíxlar“ og í Finnlandi „meistaravíxlar“.
1 þeim löndum er oft mikið um slíka víxla, og stafar það
af þeim gamla óvana, sem lengi hefir ríkt og ráðið í þeim
þjóðfélögum, að lifa yfir efni fram. Þar eru líka lántök-
ur mjög tíðar, og stafar það af misskildri samábyrgðar-
tilfinningu meðal menntuðu stéttanna. En af því leiðir
einnig hitt, að bankarnir eiga ekki eins mikið í hættu og
við mætti búast, þótt þeir forvaxti slíka víxla. Auðvitað
er þó nauðsyn á við slíka forvöxtun, að bankinn gæti
mestu varkámi og afli sér náins kunnugleika um menn-
ina sjálfa og efnahag þeirra. En það er ekki nóg við for-
vöxtun þessara víxla að gæta aðeins taps eða gróða; það
er líka skylda bankanna að reyna að draga úr slíkri víxla-
starfsemi eftir því sem unnt er.
En bankamir hafa fleiri aðferðir en foi*vöxtun víxla
til þess að hagnýta fé sitt. Útlán geta einnig farið fram á
þá vegu, sem nú skal greina:
1. Lán gegn veði í fasteignum, gegn veði
í 1 a u s u m m u n u m. almennum arðbréfum og
skuldabréfum, hlutabréfum og vörum
(1 a u s a f j á r v e ð af ýmsu tagi), sömuleiðis lán gegn
ábyrgð eða skuldabréfi án annarar tryggingar en nafns-
ins. Um slík lausafjárveð er fylgt þeirri meginreglu, að
bankinn tiyggir afstöðu sína með því að virða veðféð allt-
af allmiklu — oftast 10—20% — lægra en venjulegt
gangverð þess er. í Svíþjóð og Finnlandi er það mjög al-
gengt að lána gegn ábyrgð eða ábyrgðarlausu skuldaskír-
teini, og hefir sú aðferð upp komið vegna skorts á veð-
hæfum eignum og lausafé, en að nokkru leyti stafar hún
af því sama, sem valdið hefir misbeitingu víxlanna, það
eru sömu vankantarnir á almennum viðskiptum, sem
orðið hafa orsakir hvors tveggja. Slík lánsviðskipti krefj-
ast þess, að bankastjórnir sýni mestu varkámi og sé lán-
þiggjöndum þaulkunnugir; annars getur farið verr en
skyldi. 1 " i’l