Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 96
90
SAMVINNAN
kostaði 970 franka, þegar forvextir voru 3%, kostar ekki
nema 930 franka, þegar forvextir eru orðnir 7%. Lækk-
unin nemur því fullum 4%!). Bankamenn í öllum lönd-
um, og sérstaklega þeir, sem hafa með höndum víxla-
verzlun, nota sér þetta og kaupa þá víxla, þar sem þeir
fást með svo lágu verði. Þeir verða því skuldunautar þess
lands, sem hækkaði forvextina, og skulda því þá upphæð,
sem víxlakaupin nema.
Önnur afleiðingin af hækkun forvaxtanna er sú, að
kauphallarverð öll lækka. Allir fjármálamenn vita, að
kauphallarviðskipti eru mjög háð forvöxtum, og verðfall
hlýtur alltaf að leiða af hækkun þeirra. Þetta stafar af
því, að kauphallarverðbréfin eru oft notuð af kaupmönn-
um og bönkum í staðinn fyrir víxla* 2) til þess að greiða
með erlendar skuldir. Sérstaklega á þetta við um þau
verðbréf, sem kölluð eru alþjóðleg vegna þess að þau eru
skráð í stærstu kauphöllum Evrópu. Þegar menn finna,
að ekki er hægt að selja slík verðbréf nema þá með mikl-
um halla, reyna þeir að afla sér peninga með því að selja
önnur verðbréf sín (hlutabréf, skuldabréf o. s. frv.).
Verðbréfin falla þá í verði og fylgja víxlunum á þeirri
braut. En af þessu leiðir, að útlendir fjáraflamenn kaupa
verðbréíin, alveg eins og verðfall víxlanna eykur eftir-
spurn eftir þeim hjá erlendum bönkum. Þannig verður
landið, sem hækkaði forvextina, mnieigandi í öðrum
löndum að þeim upphæðum, sem útlendu bankarnir not-
uðu til þessara kaupa.
Að síðustu skal þess getið, að ef forvextir hækka
mikið og haldast lengi háir, kemur fram þriðja afleiðing-
in, og hún er sú, a ð v ö r u r f a 11 a í v e r ð i. Kaup-
menn, sem þurfa á peningum að halda, afla sér þeirra
Ö Til gleggra vfirlits miðum vér forvextina við heilt ár.
2) þeim, sem eiga að greiða fé í Lundúnum, er það hægast
að kaupa víxla, sem greiðast eiga þar, en þeir geta einnig notað
skuldabréf jarnbrauta, námu, eða annarra félaga, sem einnig
eiga að greiðast í Lundúnum. þau eru í raun og veru alþjóð-
leg mynt og eru iðulega notuð þannig.