Samvinnan - 01.03.1931, Blaðsíða 29
SAMVINNAN
23
þorpsbúa. Þar var u.m skeið einn eyrardrottinn, sem allt
átti, landið undir þoi'pinu, verzlunina og útgerðartækin.
Stóð allt hans ráð með miklum blóma um hríð, en einn
góðan veðurdag hrundi „verzlunarhús“ hans og þess hrun
var mikið. — Hreppsmenn keyptu rústirnar og stofnuðu
íélag, sem nefndist „bjargráðafélag“, og átti að reka
verzlun og útveg og skapa þorpsbúum atvinnu. Þetta fé-
lag var ekki byggt á samvinnugrundvelli, eða með fullu
lýðræði félagsmanna, enda varð í stjórninni einræði fárra,
er unnu að fyrirtækinu, og höfðu bolmagn til þess að selja
sjálfum sér allar eignir félagsins og leysa það upp. Var
nú uggur og ótti í ýmsum mönnum á Bíldudal, er „jörðin,
loftið og særinn“ var nú aftur komið í hendur einvalda,
eins og einn kvað að orði, þar sem hinir nýju menn áttu
land allt í þorpinu, verzlunarhús, skip og bryggjur, og
gátu sett allri nýjungai’viðleitni stólinn fyrir dyrnai.
Morguninn, sem ég fór frá Bildudaþ var stafalogn og
sólskin. Ég fór á vélsnekkju um þveran fjörð til Rafns-
eyrar. Hinir mörgu múlar köstuðu dökkri mynd á slétt-
an fjörðinn, en ljós vik voru á milli úti fyrir dölunum.
Æðarfuglar syntu í hópum kringum bátinn. Selir voru
varfærnari, en þó á gægjum, skutu upp kollunum og risu
að framan, stungu sér aftur og komu upp lengra frá. Við
höfðum róðrarbáta í togi. Formaðurinn á öðrum þeirra
stóðst að lokum ekki mátið, leysti sig og fór að elta sel,
með byssu á lofti, en ég hrósaði happi að heyra hann
aldrei skjóta.
Ég kom á Rafnseyri í sólskini, og sunnanandvara.
Þegar á landnámsöld virðist staðurinn hafa heillað, þang-
að flutti Grelöð jarlsdóttir og gerði staðinn að höfuðbóli
fjarðarins. Bærinn hlær við sólu; opinn dalur norður, en
fjörðurinn breiður suður, lokaður að vestan, eins og stöðu-
vatn frá Rafnseyri að sjá. Múlar margir og daiir sjást
handan fjarðarins. Túnið er með sléttum hólum og dæld-
um. Þar sést dæld, sem talin er eftir jarðgöng Rafns
Sveinbjarnarsonar, þar var mér sýnd tótt baðstofunnar,
þar sem fæddist Jón Sigurðsson. Allar okkar fornminjar