Andvari - 01.01.1975, Page 17
ANDVARI
GÍSLI JÓNSSON
15
sér andstæður, sem raunverulega eru ósamrýmanlegar, svo sem friðar-
hugsjón og hernaSarskyldu, harSýSgi auSvaldssinnans og mannástina í sama
brjósti. - En hún bregSur jafnan upp voninni um, aS öll þjáningin, sem
af andstæSunum leiSir, verSi fórn á altari þeirrar framtíSar, sem ekki gerir
framar slíkar kröfur. I heimi andstæðnanna skal hinn frjálshuga maður
hrjótast fram til göfgi og farsældar.
I þessum efnum voru þau hjónin vafalaust fullkomlega sammála.
Og hafi þáttur þeirra í íslenzku menningar- og félagsstarfi veriS ómetan-
legur fyrir frjálslynda trúarhreyfingu, þá var hann þaS ekki síSur, þegar
litiS er á þaS, sem sameinaSi Islendinga í heild. ÞaS var sannarlega klofningur
og flokkadrættir í lífi Vestur-íslendinga, en þaS var alls engin undantekning,
aS fólk úr báSum hinum kirkjulegu flokkum tæki höndum saman í marg-
víslegu starfi. Gísli Jónsson var um skeiS einn af fremstu söngvurum í
Winnipeg og tók þátt í kórsöng um árabil. Hann var einn af forystu-
mönnum ÞjóSræknisfélagsins. Hann var rithöfundur í bezta lagi. Eftir
daga síra Rögnvalds hafSi hann meS höndum ritstjórn „Tímarits ÞjóS-
ræknisfélagsins". I öllu þessu átti hann sinn mikla þátt í aS sameina krafta,
sem annars virtust andstæSir.
ÞaS þarf ekki löng eSa mikil kynni af ritverkum Gísla til aS sjá,
hversu geysilegrar þekkingar hann hafSi aflaS sér bæSi í heimsbókmennt-
unum og söngmenntum. Hann skrifaSi um mestu menn í tónskáldahópi af
sjálfstæSri þekkingu og smekk. Yfirlit hans yfir tónsmíSar Vestur-íslendinga
sýnir, aS þar fylgdist hann meS langt út fyrir takmörk hins daglega sjón-
deildarhrings. Greinar hans um bókmenntir og skáld, svo sem ritgerS hans
um Jónas Hallgrímsson, sýna einlæga innlífun í verk þeirra, og grein
hans um fimm aldir prentlistarinnar sýna höfundinn sem frábæran alþýSu-
fræSara um víStækt efni. Þegar Gísli skrifar um íslandsferS sína voriS 1952,
fer hann ekki troSnar slóSir. Flestir ferSalangar gera sögur sínar óskemmti-
legar meS því aS telja upp alls konar lykkjur og króka og halda, aS þaS
neyri til samfelldri sögu aS sleppa engu, þótt þaS hati eiginlega enga þýSingu
aS segja frá því. En Gísli fer öSruvísi aS. Hann birtir stutt kvæSi, og
síSan þætti, sem gefa til kynna, hvernig honum hefir veriS innan brjósts.
Hann er frábærlega hreinskilinn, eins og alltaf, þegar hann stingur niSur
penna, en gagnrýnir af samúS. Hann bregSur fyrir sig glettninni, þegar
minnst vonum varir, og hefir þann kost hins sanna humorista aS geta