Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Síða 31

Andvari - 01.01.1975, Síða 31
ANDVAP.I aðdragandi og upphaf vesturferða af íslandi á nítjándu öld 29 blíðar náttúruaðstæður tryggðu vinnufúsum höndum árvissari ábata og áhyggju- minni afkomu. Ekki má alveg hlaupa yfir allra fyrsta kaflann í vesturfarasögu íslendinga a nítjándu öld, þátt mormóna. Ætti enginn að vanmeta þá miklu trúmenn, hvorki þá þeirra, sem klifu þrítugan hamarinn til þess að komast héðan af landi og vestur til Utah af litlum efnum, fákunnandi á vegum veraldar og fyrir daga gufuskipaferða yfir Atjpntshaf, né hina, sem þar gera garðinn frægan á tuttugustu öld. Hins vegar er þáttur mormóna svo veigalítill í sögu íslendinga, að hann hverfur að mestu fyrir öðrum gildari. Þar á ofan eru vesturferðir mormóna af öðrum rótum runnar en þeirra íslendinga, sem voru að flýja neyð, yfir- vofandi eignatjón og þar af fljótandi örbirgð. Hér verður því að nægja að segja um mormóna, að hinir fyrstu þeirra fóru héðan af landi frá Vestmannaeyjum 1855. Næstu árin fóru fáeinir í viðbót, en frá því um eða rétt fyrir 1860 og fram um 1873 fóru engir svo að um sé vitað frá íslandi til Utah. Þá tóku menn að tínast þangað á ný. — Loks má geta þess urn íslenzka mormóna, að þeir voru langflestir af Suðurlandi, þver- öfugt við það, sem gerðist um aðra vesturfara. Víkur þá aftur sögunni að Þingeyingum, sem vildu ekki möglunarlaust una áföllum, er á þeim dundu á útmánuðum 1859, heldur leita í sameiningu undan- komuleiðar. Þessi viðbrögð urðu upphaf félagsskapar, sem lengst af laut forystu Einars Asmundssonar gullsmiðs, bónda, umboðsmanns, amtsráðsmanns og alþingis- manns í Nesi, og Jakobs Hálfdanarsonar bónda á Grímsstöðum í Mývatnssveit og síðar kaupfélagsstjóra og borgara á Húsavík. Var Einar upphafsmaður Brasilíuhugmyndarinnar, þegar aðrir voru í þann veginn að gína við gullnum Grænlandslýsingum Sigurðar Breiðfjörð skálds í riti hans frá 1836. Annað mál er það, að hvergi verður nú séð, að Einar hafi í alvöru velt fyrir sér að flytjast vestur sjálfur, þótt hann legði samtökunum lið sitt. En Jakob komst svo langt áleiðis, að hann brá búi og seldi megnið af seljanlegum eigum sínum; en þá brást ferðin, sem hann hafði treyst á. Var hann ekki sá eini, sem þannig rasaði um ráð fram. Er sanni nær, að allir samningar og samningaumleitanir við umboðsmenn Brasilíustjórnar hafi einhvern veginn farið út um þúfur, hversu mjög sem áður nelndir ágætismenn og aðrir þeim engu síðri lögðu sig fram. Hengu þeir allir, áður en lauk, frá þessu áformi meira og minna vonsviknir eftir slíkar hrakfarir. Fáeinir íslendingar komust þó til Brasilíu árið 1863. Fóru þeir um Dan-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.