Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 35

Andvari - 01.01.1975, Side 35
ANDVARI aðdragandi og upphaf vesturferða af íslandi á nítjándu öld 33 sonar - í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar í Winnipeg árið 1900, ásamt stað- festingu Þ. Þ. Þorsteinssonar á hinu sarna í Sögu íslendinga í Vesturheimi, sem stendur sem trygging fyrir sannleiksgildi þess arna. Fyrir atbeina eða milligöngu Guðmundar faktors gerist tvennt, sem verður til þess að hrinda af stað þeirri atburðarás, sem öðru fremur setur svip sinn á gang mála næstu árin. Fyrst er það, að fáir en vel valdir ungir Sunnlendingar, allvel fjáðir og vel að sér, ráðast í þau stórræði að kveðja kóng og prest og sigla af landi burt árið 1870. Lá leið þeirra frá Eyrarbakka um Reykjavík, Kaup- mannahöfn, Liverpool og Quebec í Kanada, en þaðan með lest til Milwaukee í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Næstu árin endurtekur svipuð saga sig, fáeinir menn fara árlega, stakir eða í litlum flokkum, og eru flestir þeirra af Suðurlandi. Það er svo 1872 sem straumhvarfa verður vart, að minnsta kosti frá okkur séð, sem nú lifum. Um árið 1872 er þess fyrst að geta varðandi vesturferðir, að þá fóru af Norðurlandi tveir menn, hvor í sínu lagi, sem innan skamms áttu eftir að leggja sitt af mörkum til þess að tengja örlög íslenzkra vesturfara við Kanada frekar en Bandaríkin. En sá er einn hlutur merkilegur í fari þeirra Islendingar, sem fluttust vestur um haf, að af engu landi öðru í Evrópu en íslandi fóru fleiri til Kanada en til Bandaríkjanna. Þessir fyrstu Kanadafarar af Islandi voru Jóhannes Arngrímsson, prestssonur frá Bægisá, en hann fór upphaflega með tveimur félögum sínum um Noreg til Wisconsin, þangað sem allir íslenzkir vesturfarar virðast hafa leitað fyrst þessi árin; og Sigtryggur Jónasson amtmannsskrifari frá Möðruvöllum, barnungur maður, sem einn síns liðs hélt að yfirveguðu ráði rakleitt til Kanada, af því að hann kaus heldur að fósturlandi konungsríki en lýðveldi, þegar hann mátti velja. Annað sem vert er að nefna um vesturferðir af íslandi 1872 er, að þá slógust í hóp þeirra sem fóru á snærum Guðmundar Thorgrimsens faktors fyrstu Norðlendingarnir. Reyndist það vera tímanna tákn: Skriðan var loks tekin að þokast þangað, sem fólksflutningarnir áttu eftir að verða ákafastir næstu áratugina, meðan flóttinn var mestur af íslandi. Það er eiginlega upphaf fjöldaflutninga af Islandi vestur um haf, að fáeinir ötulir áhugamenn taka að boða til funda og beita sér fyrir samtökum snemma árs 1873. Voru forgöngumenn þessir búsettir í Þingeyjarsýslu og við Eyjafjörð, og má ugglaust slá því föstu, að þeir hafi annars vegar sótt áhrif í bréf og rit félagsskapar Brasilíufara, en hins vegar í prentuð gögn um Norður- Ameríkuferðir, einkum norsk og dönsk. Þá má fullyrða, að við hafi bætzt hvers 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.