Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 43

Andvari - 01.01.1975, Side 43
ANDVABI AÐDRAGANDI OG UPPHAF VESTURFERÐA AF ISLANDI Á NÍTJÁNDU ÖLD 41 tyggja og nema lönd í Nebraska; haustið 1874 fór hann með frændunum Jóni og Páli til Alaska, og þar hafði hann síðan vetursetu ásamt Páli 1874 — 75. Haustið 1875 slæst hann í för með þeim, sem fyrstir fóru til Nýja-íslands við Winnipegvatn. Síðan var hann meðal hinna fyrstu, sem þaðan fluttust. Til Alaska héldu þremenningarnir með bandarísku herskipi. Fóru þeir eitthvað um til landaskoðunar síðla árs 1874 og leizt þá flest sem fyrir augu bar harla gott. Sömdu þeir síðan áskorun til landhungraðra íslendinga, heima og heiman, og hélt Jón með þau skrif suður og austur í siðmenninguna, en föru- nautar hans urðu um kyrrt til þess að kynnast af eigin raun vetri í Alaska. En nú skipti nokkuð í tvö horn. Vetrardvöl Jóns á austurströndinni var til þess varið að semja og gefa út á íslenzku bækling, þar sem íslendingar voru ákaft hvattir til þess að flytjast úr landi og setjast að í Alaska. Var þar slegið á marga strengi, svo sem vandi var Jóns, þegar hann fór á sem mestum kostum um ritvöllinn. M. a. fullyrti hann, að engir íslendingar elskuðu heitara land sitt og þjóð eða væru til þess líklegri að rækja allar skyldur við þjóðerni sitt en þeir, sem nýverið hefðu llutzt til Vesturheims eða þangað kynnu að halda á næstunni. Ennfremur gældi hann við þá hugmynd, að settust fáeinar þúsundir íslendinga að í Alaska, ykju þar kyn sitt sem mest þeir mættu og yrðu fyrir engum verulegum skakkaföllum, yrði þeim í lófa lagið sakir andlegra og líkam- legra yfirburða að leggja á fáeinum öldum undir sig - á friðsamlegan hátt, vitaskuld - alla Norður-Ameríku. Yrði þá minnstur vandinn fyrir hina dýrlegu íslenzku tungu að ráða niðurlögum svo ófullkomins máls og úrkynjaðs sem enskunnar! Á hinn bóginn nægði vetursetan í Alaska þeim Ólafi og Páli til þess að verða afhuga frekari dvöl þar í landi. Hafa þeir sjálfsagt bætzt í hóp þeirra, sem ámæltu stjórnvöldunum í Washington fyrir þau óhyggilegu kaup, er þau höfðu þarna flækzt í. Næst þurfti Klondike og gullæðið til þess að spana fáeina íslendinga þangað aftur. En hugsanlega gilti einu, hvernig þeim félögum hugnaði vistin í Alaska. Aldrei virðist í alvöru hafa hvarflað að íslendingum, nema þá fáum einum, að láta hrekja sig í slík útver, og hverfandi líkur eru á, að þingið í Washington hefði fengizt til þess að kosta flutning á umtalsverðum fjölda íslendinga - eða annarra - út í tvísýnuna í Alaska. Þrátt fyrir klofning hópsins frá 1873 virðast margir, ef ekki flestir forystu- menn Vesturíslendinga enn urn hríð hafa alið þá von í brjósti, að fyndist á annað borð rétti staðurinn, mundu íslendingar í Vesturheimi allir sem einn skunda þang- að, 'hvar sem þeir væru staddir, þegar kallið kæmi. Og hví skyldu menn, sem önnur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.