Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 45

Andvari - 01.01.1975, Side 45
ANDVARI AÐDRAGANDI og upphaf vesturferða af íslandi á nítjándu öld 43 talið Islendingum flest boðlegt, áður en þeir leiddu þá augum. Hins er og skylt að geta, að flestir virðast fljótlega hafa séð og viðurkennt, að íslendingum yrði ekki til lengdar uppá aðra kosti boðið en öðrum Evrópuþjóðum. Þegar hér var komið, hefur Sigtryggi fundizt liann orðinn innflytjendum af Islandi svo bundinn, að hann settist að meðal þeirra og varði álitlegum hluta allmikils fjár, sem honum hafði tekizt að draga saman eftir vesturkomuna, til þess að setja á fót verzlun meðal íslendinga í Kinmount. I Kinmount áttu íslendingar illa vist og sýnu verri en í Muskoka. Dóu allmargir íslendingar veturinn í Kinmount, þar á meðal öll börn, sem yngri voru en tveggja ára. Var um kennt litlu og lélegu viðurværi og óheilnæmu neyzluvatni. Ekki reyndust Kinmount-íslendingar samt með öllu heillum horfnir. Þegar svartast var í álinn hjá þeim, kynntust þeir manni, sem átti eftir að koma eftir- minnilega og ánægjulega við sögu þeirra næsta áfangann og ásamt Sigtryggi leiða þá til fyrirheitna landsins, ef svo mætti að orði komast. Þetta var roskinn enskur baptistaprestur, John Taylor að nafni. I þessum Ontario-nauðum íslendinga skaut upp á meðal þeirra Jóhannesi Arngrímssyni frá Bægisá, og flutti hann löndum sínum kveðjur fylkisstjórnar- innar i Halifax og þá orðsendingu með, að íslendingar væru velkomnir til landa og ýmiss konar fyrirgreiðslu, meðan þeir væru að koma sér fyrir, e'f þeir vildu setjast að í Nova Scotia. Svo sem vænta mátti, brugðu nokkrar fjölskyldur við, þegar þeim var fluttur þessi boðskapur, og héldu þegar í stað eins og leið lá austur að Atlantshafi. Næstu ár komu þangað fleiri Islendingar, sem flestir fóru eftir auglýsingum í íslenzkum blöðum, en alls settust um 200 landar að á þessum slóðum. Kölluðu þeir landið Markland, en svæði það sem þeim var vísað til nefndu þeir ElgsheiSar, sem er bein þýðing á nafngift þarlendra — Mooseheath. Ekki verður annað sagt en stjórninni í Nova Scotia hafi farizt vel við þessa fátæku og lítt veraldarvönu landnema, þegar hún lagði þeim til ýmislegan styrk í byggingum, verkfærum, búfénaði og reiðufé. Ekki þótti þó sízt til þess koma, er hún lét endurgjaldslaust í té skólahús og kennara. Kom slíkt sér óneitanlega vel fyrir innflytjendabörnin, sem þannig lærðu mál landsmanna fyrr og betur en ella. Öllu verra var, að landið sem íslendingum var ætlað til húsetu og ræktunar reyndist sérlega örðugt ávinnsla og ófrjótt, þótt það væri í næsta nágrenni við hin fegurstu kostalönd. Gáfust íslenzku landnemarnir því fljótlega upp þarna, og reyndist stjórnin í Halifax þeim þá enn vel, bar t. d. ekki við að reyna að hindra brottför þeirra og kallaði ekki eftir greiðslu á lánum. Viðurkenndi hún þannig í verki að hafa orðið það á að tæla þetta ókunna og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.