Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 48
46
Bergsteinn jónsson
ANDVARl
síður en svo dregið dám at alræmdu tómlæti íslendinga. Er engu líkara en
margir hafi brugðið við jafnskjótt og kallið kom, selt þær eigur, sem ekki urðu
fluttar með, fyndist nokkur að þeim kaupandinn, fyrir hálfvirði eða minna.
Margir hlupu frá sánum ökrum rétt fyrir uppskeruna, og er engu líkara en
þeir hafi hent frá sér amboðunum þar sem þeir stóðu, þegar þeim barst fregnin
urn landið fyrirheitna vestur í óhyggðum. Ef til vill er ekki annað fremur en
þetta óðagot til marks um ömurleika minninganna frá liðnum vetri.
Rétt er - og raunar skylt - að geta þess, að þeir sem látið hafa eftir sig
ummæli frá þessum misserum um þá ráðabreytni að rjúka þannig úr manna-
byggð og útnorður í óbyggðir, eru yfirleitt á einu máli um þann meginkost, að
þarna gátu íslendingar enn um hríð fengið í friði að halda tungu sinni, menningu
og þjóðerni. Ættu menn að varast að vanmeta það andlega farg, sem á fólki
þessu hefur hvílt, meðan það hraktist athvarfslaust meðal ókunnugra, forvitinna
og stundum beinlínis fjandsamlegra útlendinga.
Vesturíslendingum hefur verið sérlega annt urn þá sannfæringu sína, að
vinsamlegar undirtektir stjórnvalda í Ottawa, oft þegar fslendingum reið mest
á, hafi þeir ekki átt öðrum fremur að þakka en tignasta manni landsins, Dufferin
lávarði, þá verandi landstjóra Viktoríu Bretadrottningar í Kanada, en gistivin
íslendinga frá sumrinu 1856. Er að minnsta kosti haft fyrir satt, að vegur
íslenzku landnemanna hafi með skjótum hætti vaxið úr svo sem engu í eitthvað
þó nokkuð, þegar Dufferin lagði lykkju á leið sína og föruneytis, kom við í
Nýja-íslandi og fór hlýlegum viðurkenningarorðum um þann menningarbrag
og þá híbýlaprýði, sem hann taldi sig hafa séð að þar ríkti, þrátt fyrir augljósa
fátækt frumbýlinganna. Þetta var í september 1876, rétt áður en bólusóttin
kom upp í byggðinni.
Væntanlegum Nýíslendingum var ætlað að koma saman í Toronto, og var
brottfarardagur ákveðinn 21. september 1875. f sama mund hélt Sigtryggur
Jónasson í þveröfuga átt og létti ekki för sinni, fyrr en hann kom til íslands.
Þar beið hans konuefni, Rannveig dóttir Ólafs Briem timburmanns og bónda
á Grund í Eyjafirði. Nú hefur Sigtryggur ekki framar talið neitt að vanbúnaði
til þess að taka við sem flestum innflytjendum af íslandi, þegar fundið var
Nýja-ísland í Vesturheimi. Magnaður ótti við geigvænlegar og langvarandi
afleiðingar Oskjugossins 1875 og hins mikla öskufalls, sem því fylgdi, hafði
orðið til þess að koma róti á hugi margra og hagi. Var víst um það, að flótti
var að bresta í liði Austfirðinga, og hefur Sigtryggur þá vafalaust - og ekki að
ástæðulausu - talið sín þörf til þess að beina straumi flóttamannanna í
réttan farveg.