Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Síða 54

Andvari - 01.01.1975, Síða 54
52 ÁRNI GUÐMUNDSEN ANDVARI hann hafði ný stígvél og fleira, cr hann hafði keypt í Liverpool. Daginn eftir fórum við aftur á stað með járnbraut, bar ckkert til tíðinda þenna dag, við keyrð- um í gegnum staði, skóga, yfir ár, undir jörðinni etc. Næsta dags morgun stað- næmdumst við á Station nokkurri, sem nefnist Milwaukee-Junction, áturn við þar og drukkum, eins og víðar, því nóg var af veitingahúsum á leiðinni. Þegar við kom- um hér inn, sáum við, að skrifað stóð á veggnum með stórum stöfum, að 200 manns gætu fengið hæga vinnu við að leggja járnbraut hér í grenndinni; var agentinn hér að segja okkur, að við ekki skyldum fara lengra fyrst um sinn, en reyna vinnu þessa, og þar við flestir vorum peningalitlir, slógum við til og staðnæmd- urnst hér 10, en Páll, Haraldur, kona, Hans og Guðrún héldu áfram til Mil- waukee. Við gjörðum okkur góðar vonir um, að við hér mundum græða peninga, og kærðum okkur hvergi. Daginn eftir byrjuðum við á vinnu þessari, og var hún erfiðari en við höfðum ímyndað okkur, en hið versta var, að við hitturn á svo vond- an yfirmann, að hann gjörði ekkert nema að skamma okkur út fyrir ónýtingsskap og sagði, að við ekki ynnum fyrir vatninu, sem við drykkjum; okkur þótti þetta hart, því að minnsta kosti voru sumir okkar fullduglegir. Eg, sem helzt gat talað við hann, bað hann vel að lifa og skammaði hann aftur svo mikið sem ég var fær urn, og vorum við einugir um að fara frá þrælnum strax í stað, enda gjörðum við það líka; unnum við þar hálfan dag og fengum aðeins í staðinn einu sinni að éta. Við fórum þessa dags kvöld kl. 11 aftur á stað vestureftir með járnbrautinni, og vorum við á ferð alla nóttina; um morg- uninn námum við staðar í bæ nokkrum, sem heitir Grand hlaven, heyrðum við hér, að þeir félagar höfðu fyrst farið í nótt héðan til Milwaukee, sem liggur vestan við vatnið Michigan, en Grand Haven að austan, svo við höfðum góða von um að ná í þá í Milwaukee, áður þeir færi út á eyna, sem þá var ásetning- ur þeirra, en heyrðum síðar, að við yrðum að bíða eftir gufuskipinu hér til mánu- dagskvölds, og lögðum við þá á stað. Á skipinu hitturn við danskan prest að nafni Wiese, og var hann að fara heim til sín úr embættisferðum sínum. Hann var okkur mjög góður, spurði hann mig mikið, hvort enginn íslenzkur stúdent mundi vilja stunda guðfræði hér, og mundi hann fá allt frítt þar til. Sagði ég honunr frá Páli, sem á undan var kominn, og sagðist hann mundi tala við hann í Milwaukee, ef við hittum hann. Þetta varð lílca, því þeir voru þar búnir að lofa sér í járnbrautarvinnu, en við, sem höfð- um reynt hana, og presturinn, sem þekkti til hennar, réðum þeim frá að ganga að henni. Við höfðum heyrt í Grand Haven, að nóga vinnu væri að fá á þeim stað, sem við nú erum, við sögunarmillur, og ráðlagði presturinn okkur að taka hana fyrir það fyrsta, þótt við yrðurn að snúa aftur; fórum við sama kvöld með gufuskipi til Grand Haven aftur og þaðan hingað, sem er skamrnt frá. Kostaði þetta okkur 3Vi dollars. Við fengum strax vinnu hér, og eru launin 2 dollars á dag eða nálægt 22 mk. Erum við nú búnir að vera hér 6 daga, hefi ég unnið á nóttinni, því millur þessar ganga nótt og dag og gjöra þær mikið. Þær eru 28 hér í bænum, og eru margir skipshlaðningar daglega sendir til Chicago. Erfiði þetta fellur okkur nokkuð þungt, sem von er, í fyrstunni. Surnir stafla borðum, hvar á meðal ég, og verður hér allt að ganga með dampi; vinnutíminn er 10 tírnar á næturnar, en 11 á daginn, er þægilegra að vinna á nóttinni, því hér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.