Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 57

Andvari - 01.01.1975, Side 57
ANÖvari NOKKUR BRÉF TIL SÝSLUMANNSHJÓNANNA Á LITLA HRAUNI 1872 - 73 55 Washington Harbor, 4. október 1872 Elskulega mamma. Þótt við ekki séurn búnir að fá bréf að heiman ennþá, þorum við ekki að draga að skrifa, því ekki er víst, að við náum i seinasta dampskip frá Englandi, ef það dregst lengur að skrifa; samt sem áður vonumst við eftir bréfunum á morgun, en pósturinn fer líka á morgun héðan. Hefi ég nú satt að segja ekki margt að skrifa núna. Við höfum verið hér á eyj- unni síðan ég skrifaði seinast; ég hefi verið í vinnu hjá þessurn manni, er ég nefndi í bréfi til pabba, og er nú fluttur alveg þangað; líður mér uppá hið bezta. Eg hefi ekki grætt mikið ennþá, en samt tneir en félagar mínir, sem allir hafa verið hjá Wickmann að höggva skóg. Ég býst við, að ég verði hér í vetur, hvað sem hinir gjöra, því það er það vitlausasta, sem maður gjörir, að vera að hringla úr einum stað í annan, þótt rnaður gæti einhvers staðar fengið betri stað en maður hefir, cn í vor fer ég ljósast eitthvað út í busk- ann. Eg hefi verið nokkurn veginn frískur síðan ég kom hingað, enda hefi ég ekki Hgt mikið á mig með vinnu, því ég hefi engan yfirmann (eða sem þeir kalla bas [e. boss]) til að reka á eftir mér, þar ég nefi haft accordvinnu, það er þægilegra fyrir alla, en einkanlega fyrir þá, sem sjálfir hafa verið bas, eins og ég kvað hafa verið. Ekki hefir mér leiðzt, mig gildir einu, hvar ég er í veröldinni, ef ég hefi eitthvað að éta og nettmenni að umgang- ast - þeir finnast hér eins og annar- staðar -; ekki er maður fullur hér með degi hverjum, hér fæst lítið af drykkju- vórum, er þetta því sá bezti staður fyrir mcnn, sem vilja hætta að smakka sopann, eða fyrir þá, sem ekki vilja læra það; bættur sá skaðinn, segi ég, og svo munt l'-ú segja. Guðrún Ingvarsdóttir er mín þjónusta, og leysir hún það prýðilega af hendi; fötin mín standa sig ennþá, samt er komið gat á mórauðan sokk, sem ég ekki man, hvaðan er ættaður; slíkir sokkar sem okkar finnast ekki í Ameríku. Bjarni Sveinbjörnsson missti alla sína á leiðinni ásamt rnörgu öðru, skaði fyrir hann. Eg er viss um, að þú ekki saknaðir Strokk- hóls, ef þú ættir hús hér á eyjunni og hefðir nóg Caffe og saltkjötssúpu, því hér er mjög hyggeligt. Piltarnir sumir eru nú farnir að hugsa um að taka sér land í vor, og verð ég þá ljósast með, en samt líkast til ckki hér á eyjunni; það er samt alveg óvíst ennþá, hvort þetta verður næsta ár eða hvar. Ólafur Hannesson liggur ennþá í Koldfeber, og hefi ég kornið honum fyrir í sama húsi og ég er, og er þar vel hjúkrað að honum; hann lá í 6 vikur hjá Guðmundi frá Mundakoti, en þar er svo mikill trekkur í húsinu, sem við héldum kannske mundi olla, að honum ekki batnaði, og tókum hann því þaðan. Ég verð nú að segja þér, hvað við helzt mötumst á hér, er það: hveitibrauð, smjör, hveitigrautur, pönnukökur, caffi, kartöfl- ur, - lítið um kjöt - óþrjótandi sýróp, kál og næpur, flesk og fiskur o. s. frv. Mér verður rnikið vel af þessum mat og hefi rífandi Appetit, samt langar mig í svið, hangikjöt, spaðsúpu, beuf, lundabagga og síldarsalat, kjamma, ýsu, þorsk, rauðmaga, stokkandir og steik. Þegar þú hugsar um, að þú ckki færð neitt bréf frá mér fyrr en í marz eða apríl - því fyrsta gufuskip kemur ekki fyrr til íslands - þá segi ég, að þetta er æðiþunnt bréf, en ég veit þú tekur viljann fyrir verkið. Ég hlakka til að fá bréf að heiman, vona ég það verði bráðum, einnig vonast ég fastlega eftir mynd af ykkur, en þó helzt að heyra ykkar vellíðan. Þeim, sem ég ekki skrifa, bið ég þig bera kæra kveðju mína. Oft dreymir mig heim, þykist ég þá vera kominn úr Ameríku og vera stór
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.