Andvari - 01.01.1975, Page 66
BJÖRN JÓNSSON:
Fréttabréf frá Nýja-íslandi
Bjarni Vilhjálmsson hjó til •prentunar og ritaði formála
Fróðir menn telja, að um 1400 manns hafi flutzt frá íslandi til Vesturheims
árið 1876 og að það sé fjölmennasti hópurinn, sem héðan hafi farið á einu
ári, meðan Ameríkuferðir voru og hétu. Það vor hafa vafalaust óvenju margar
jarðir losnað úr ábúð á íslandi, ekki sízt á Austurlandi og Norðurlandi.
Einn þeirra, sem brá búi þetta eftirminnilega vor, seldi aleigu sína og
fluttist ásamt fjölskyldu sinni vestur um haf með „stóra hópnum“ svonefnda,
sem lengi var í minnum hafður, var Björn Jónsson, bóndi í Asi í Kelduhverfi.
Áður en hann kvaddi sveitunga sína, hafði hann heitið þeim því að senda
þeim fréttir úr fyrirheitna landinu, þegar hann hefði komið sér þar fyrir, skýra
þeim frá ferðinni vestur, högum annarra sveitunga þeirra í hinum nýju heim-
kynnum og hvað honum litist um ástand og horfur þar. Bréf, sem hér verður
birt á eftir, sýnir svart á hvítu, hverjar urðu efndir á loforði Björns. Bréfið er
á marga lund merk heimild um hagi íslenzkra landnema í Nýja-Islandi, vonir
þeirra og þrár, en ekki sízt þær miklu hörmungar, sem yfir þessa frumbýlinga
dundu. Birni fór eins og Herjólfi forðum, skipverja Hrafna-Flóka, að hann
sagði kost og löst á landinu, og verður frásögn hans því trúverðug bæði af
mannlífi og landkostum.
Ekki er þetta fréttabréf nú til í frumriti, svo að kunnugt sé. Hér er það
prentað eftir eftirriti, sem Björn Guðmundsson í Lóni í Kelduhverfi sendi
Hannesi Þorsteinssyni þjóðskjalaverði í marz 1934. Telur Björn eftirritið vera
að mestu leyti með rithönd afa síns, Kristjáns Árnasonar, síðast bónda á Vík-
ingavatni, en frumritið hyggur hann þá vera glatað.
Björn Jónsson, sá sem bréfið skrifaði, varð kunnur maður síðar og var vel
metinn á sinni tíð. Hann fæddist í Krossdal í Kelduhverfi 2. október 1839.
Foreldrar hans voru hjónin Jón hreppstjóri Kristjánsson og Guðný Sveinsdóttir
frá Flallbjarnarstöðum á Tjörnesi, og var Björn því albróðir Kristjáns Fjalla-
skálds. Voru börn þeirra hjóna ekki fleiri, ef frá er talin dóttir, sem dó kornung.