Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 68
66
BJÖRN JÓNSSON
ANDVARI
Kristján orti erfiljóð eitir. Hann var ágætismaður og vel að sér um marga liluti.
Honum þótti mjög fyrir því, hve lítið okkur hefði verið kennt. Kvelchð, er ég
var þar, talaði hann lengi við mig og sagði mér frá mörgu. Hlýddi ég á hann
með mestu undrun. Hann hafði þá nýlesið ferðasögu manns nokkurs unr
Ameríku, og sagði hann mér kafla úr sögu þeirri um veiðimannalífið. Þegar
ég kom heim, sagði ég Kristjáni allt, sem ég hafði heyrt í ferðinni, og þá mynd-
aðist Veiðimaðurinn, eins og það kvæði var í fyrstu.“
Björn Jónsson var ágætum gáfum gæddur, myndarmaður í framgöngu
og vel til foringja fallinn. Hann var því brátt kvaddur til ábyrgðarstarfa meðal
landa sinna vestra. Fyrsta vetur sinn í Nýja-Islandi var hann kosinn byggðarstjóri
fyrir Víðinesbyggð, sem var ein fjögurra byggða nýlendunnar. Hélt Björn þeirri
stöðu, þar til hann fluttist þaðan á brott, og var hann oft í daglegu tali nefndur
„Björn byggðarstjóri“ til æviloka.
Árið 1881 fluttist Björn til Argyle-byggðar í Manitoba, þar sem hann bjó
til æviloka. Hann var meðal fyrstu landnema þeirrar nýlendu og andlegur megin-
stólpi byggðarinnar ævilangt, eða um 20 ára skeið. Gegndi hann þar m. a.
prestsverkum fyrstu árin. Árið 1901 fór hann kynnisför til íslands og dvaldist
þar um eins árs skeið. Heim til sín kom hann úr þeirri för hinn 14. júní 1902.
Nokkrum dögum síðar veiktist hann snögglega á samkomu landa sinna í Argyle
og lézt aðfaranótt hins 18. júní.
Björn og kona hans eignuðust fjögur börn, og er þekktast þeirra dr. Björn,
sem skrifaði sig Björn B. Jónsson, einn af höfuðklerkum Vestur-Islendinga,
gáfu- og mælskumaður, lengi prestur Islendinga í Minnesota og síðar í Winnipeg
til æviloka (1938).
Að lokum skulu hér tilfærð ummæli tveggja samtíðarmanna Björns Jóns-
sonar unr hann. Áður skal þess þó getið, að Tryggva J. Oleson farast svo orð um
hann í Sögu íslendinga í Vesturheimi:
„ Björn var sjálfkjörinn leiðtogi í flokki landa sinna, hann var stórmenni
að andlegu atgervi, ræðumaður góður, skáldmæltur, þó dult færi með, smekk-
maður á skáldskap og bókmenntir. Hann var stór maður vexti, tígulegur á velli
og góðmannlegur."
Séra Jón Bjarnason lýsir Birni Jónssyni á þennan hátt í tímariti sínu
Sameiningunni:
„Hann var tígulegur maður, hár vexti, svipmikill, góðmannlegur, með örum
tilfinningum og frábærlega hvössum skilningi og dómgreind, og með brennandi
áhuga’ fyrir velferðarmálum almennings, allra manna skemmtilegastur í við-
ræðu. Allir þessir eiginleikar gerðu hann að sjálfsögðum „byggðarstjóra", leiðtoga,