Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 71

Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 71
andvari FRÉTTABRÉF FRÁ NÝJA-ÍSLANDI 69 að hitta ölsölumanninn, sem hann og gjörði, og fylgdu pólitíin með. En ölsal- inn kannaðist ekki við neitt, sagði þar kæmu svo margir, að hann myndi ekki eftir þeim öllum. Segir þá Tryggvi við mig, að ég verði að hafa þetta sem hunds- bit, nema ef ég gæti komið auga á mann- inn og sagt pólitíunum til hans. Þau virtu mig mikið fyrir sér, og tók annað þeirra í öxlina á mér til samþykkis. Þetta var á föstudag, en svo leið sá dagur og hinn næsti, að ekki sá ég manninn og var orð- inn vonlaus. A sunnudagskvöldið var ég í öðrum fötum og gekk þá nokkuð lengra en fyrr og inn í þvergötu. Eg var einn og engir menn þar fyrir. Þegar ég hafði gengið um stutta stund, kemur ákaflega vel búinn maður á móti mér. Þegar við mættustum, sé ég að það er þjófurinn. Ég hugsa mig þvi ekki eitt augnablik um, en þríf til hans eftir megni. Verða úr því töluverðar sviptingar, og berustum við um götuna og yfir hana. Þar kom ég við sniðglímu, svo hann fellur, en í þessu korna pólitíin hlaupandi. Þegar þau komu, ýti ég honum til þeirra, og taka þau við. Eg þreif í vasa minn og sýndi þeim sam- kyns pening þeim, er ég missti, og benti á manninn. Þau gláptu á mig, en ég hvessti augun á móti. Þau töluðu þá eitt- hvað við hann, en hann svaraði lágt og var niðurlútur. Meðan á þessu stóð, var ég kyrr og horfði stöðugt á þá, því þeir virtu mig mikið fyrir sér. Eftir nokkra stund tók annað pólitíið gullpening úr vasa sín- um jafngildan þcim, er ég missti, og fékk mér, en leiddu bófann með sér. En ég fór með löndum mínum, sem þyrpzt höfðu að þessu ásamt fjölda innlendra. Eftir þetta varð ég svo varasamur, að mig henti ekkcrt slíkt á ferðinni.4 Meðan við vórum í Glasgow, kom bréf frá Nýja-Skotlandi, sem sagði, að stjórn- in þar mundi ekki vilja taka á móti emi- gröntum. Var því teligraferað til fylkis- stjórnarinnar þar og spurt, með hvaða kjörum hún vildi veita þeim, er þangað ætluðu, land og annan vanalegan styrk. Svarið kom daginn eftir, að hún gæti að- eins tekið á móti fáum mönnum.5 Réðist þá svo, að við færum allir hingað, og fórum á 5ta degi frá Glasgow og komum á 10. degi til Qveebeck. Ileldur [var] verra rúm á því skipi en hinu fyrra. Við vórum fæddir frá því við komum til Glasgow og allt hingað, en ekki féll öllum fæðið vel. Svo var ómögulegt að koma neinni reglu á þann fjölda, því Islend- ingar (þó hart sé frá að segja) sýndu og sýna enn margir, að þeir eru heimtu- frekir og illt að koma við góðri reglu meðal þeirra. Landferðin var löng og erfið, þó verst væri á vötnunum Superior og Huron, því þar vóru óþolandi þrengsli og allt illt. Við komum hingað loksins 21. ágúst, og vóru þá Austlendingar komnir hér að vatninu, sem þó fóru 13 dögum seinna frá Seyðisfirði en við frá Akureyri. Margt af fólki var veikt á sjónum, en börnin því meir sem lengur var ferðazt, mest af maga- veiki, svo eitthvað 50 dóu af báðum flokk- unum, bæði á leiðinni og fyrst eftir að hingað kom, flest ung, og höfðu margir um sárt að binda. Ég missti yngsta barnið mitt, daginn áður en ég kom hingað.0 011 okkar óhægð og barnadauði kom að mínu áliti af fjöldanum, því tíminn var svo langur, því alls staðar varð að tefja til að fá nauðsynjar sínar, fyrir utan hita, þrengsli og illt loft og skort á ýmsu, sem allt stóð af fjöldanum, og skal ég sanna það með dæmi. Eitthvað 20 farþegar fóru frá Reykja- vík seint í ágúst og komu hingað eftir mánaðar ferð, mjög frjálslegir, og hafði enginn dáið nema einn maður, sem datt út af flatbát og drukknaði í Rauðará.7 Þó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.