Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 72

Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 72
70 BJÖRN JÓNSSON ANDVARI vóru 8 börn ung í för þeirra, og sá ekkert á þeim. Því vil ég ráða þeirn, sem hingað kunna að vilja fara, að vera lielclur í smærri en stærri flokkum, enda þótt það yrði lítið eitt dýrara. Eftir að hingað var komið, fóru menn að dreifast út um nýlenduna og nema lönd og byggja á þeim. Sumir fóru norður að Islendingafljóti og numdu lönd upp með því, nokkrir á eyjunni. Þó er hér fjöl- byggðast í svðsta partinum, flest vatns- lot eru tekin, og sums staðar er byggð- in komin 6 mílur enskar upp í landið. Hver maður, sem er 20 ára, fær I lot, [sem] er 160 ekrur, er því hvert Vi míla ensk á hvern kant.8 Litlu eftir að við komum hingað, fór að brydda á veiki, er menn ekki þekktu í fyrstu, og vóru því til allrar ógæfu ekki gjörðar neinar tilraunir til að hindra út- breiðslu sýkinnar fyrr en í ótíma, því seinna varð það víst, að það var hin háska- lega bólusýki. Um afleiðingar plágu þess- arar skrifaði ég móður minni í vetur, en ég skal geta þess, að þar er ekki rétt sagt frá tölu þeirra dánu, því eftir að allar skýrslur vóru saman komnar, reyndist, að nær 90 höfðu dáið af bólunni, flest ungt og óbólusett fólk. Þeir, sem nýlega vóru bólusettir, veiktust ekki. Þeir, sem cin- hvern tíma höfðu verið bólusettir, veikt- ust sumir, en engir dóu, svo ég viti. llús mitt varðist lengi. Þó kom veikin þangað á endanum, og missti ég Jón son minn úr hcnni.0 Hin börn mín veiktust ekki til muna, því þau vóru bólusett, og ekki við hjónin heldur. Ekki hefur annað dáið af Keldhverfingum, er hingað fóru, cn þessi áðurnefndu tvö börn mín, en vesæl- ar hafa konur Asmundanna verið.10 Eftir að bólunni fór að létta, fór nýtt líf að færast í þá, sem eftir lifðu. Vóru fundir haldnir, nefndir kosnar til að sernja lög fyrir nýlenduna, og vórum við hér 5 í nefndinni og aðrir 5 í nyrðri hlutanum. Samdi ég fyrsta uppkast til frumvarps, sem síðan var rætt af báðum nefndunum, og eftir nokkrar breytingar og viðbætur, sem það fékk þar, samþykkt á einum aðal- fundi 5. febrúar í vetur. Lagagreinar þess- ar hafa verið sendar Norðanfara og eru ykkur því líklega þegar kunnar. 14. febrú- ar fóru fram almennar nefndakosningar i öllum byggðunum samkvæmt frumvarp- inu. Hér í Víðinesbyggð urðu fyrir kosn- ingu þessir: Friðjón Friðriksson, Skafti Arason, Eyjólfur Eyjólfsson frá Múla- sýslu, Kristján Jónsson frá Héðinshöfða og ég. Til byggðarstjóra var ég aftur kos- inn, en Friðjón til vara. Flestir nefndarmenn í hinurn byggð- unum eru ykkur ókunnugir, og ætla ég því aðeins að geta byggðarstjóranna. 1 Árnesbyggð er það Bjarni Bjarnason Skag- firðingur. Elann er maður fullt sextugur, en ungur í anda og hinn frjálslyndasti. I Fljótsbyggð Jóhann Olafsson Briem, góð- kunnugur maður. í Mikley [var] Jón Bergvinsson fyrst kosinn, en hann flutti úr eyjunni í vor, og kom því varamaður í hans stað, Halldór Friðriksson af Vestur- landinu. Þingráðsstjóri okkar er Sigtrygg- ur Jónasson. Hann er góður drengur að mínu áliti, þó sumir kunni að segja annað, ekki að tala um skarpleika hans.11 Um sama leyti og lögin vóru samþykkt, var myndað hlutafélag til að koma hér upp prentsmiðju. Húsið er nú byggt og pressa og pappír fengin fyrir nokkru, en þegar til starfa átti að taka, vantaði eitt dálítið stykki í pressuna, sem skrifað var eftir, en sem enn er ókomið, en vonazt nú daglega eftir, og á þá strax að byrja á blaði, sem heita skal Framfari.12 I stjórn- arnefnd prentsmiðjunnar cru þcir Sig- tryggur Jónasson, Jóhann Briem og Frið- jón. Margt hcfir verið talað um presta og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.