Andvari - 01.01.1975, Page 79
andvari
INDÍÁNINN JOHN RAMSAÝ
77
Guttorinur skáld við leiði Betsy
Ramsay á Sandy Bar.
skórnir) í fyrsta sinn. - Ekki man ég, livað langt leið frá þessari heimsókn
kjónanna og þar til Ramsay kom til okkar (á barkarkænunni sömu leiðina,
norðan fljót) næst á eftir, en það var síðar þetta sama sumar, og tilkynnti
rnóður minni, hlæjandi, að konan (Elín) og barnið væru hæði dáin. Ég var barn
að aldri, en mig undraði, að hann skyldi segja þessar átakanlegu sorgarfréttir
klæjandi. Ég skildi það ekki þá, en nú nærri hálfáttræður skil ég það. Nokkru
fyrir mitt minni hafði hann jarðað barn, sem þau höfðu misst, á hól víðivöxnum
skammt fyrir sunnan fyrsta húsið, sem reist var á Möðruvöllum. (Það hús stóð
keint á móti prentsmiðju Framfara, sem stóð austan fljóts.) Myndaðist þarna
dálítill grafreitur á hólnum. Auk barns Ramsay hvíla þar: harn, sem Friðjón og
kona hans Guðný áttu; Vilberg 15 ára, hróðir Guðnýjar. Nokkrum arum siðar
jarðaði Ramsay þar dótturson sinn, harn á öðru ári, og reisti við leiðið svartan
kross; á endanum á hvorri álmu og á toppnum var hvítur tígull. (Á leiðum
Indíána voru áberandi tíglar skornir í tré, málaðir ýmsum litum, hvað sem nú
ögullinn átti að tákna.) Eftir að Ramsay missti Elínu og barnið, sem áður er á
rninnzt, var María enn eina barnið hans. Var hann henni með atbrigðum góður
°g nærgætinn, þó að hún væri svona hryllilega afskræmd eftir bóluna.
Ramsay átti bjálkakofa í þéttum skógi í bæjarstæðinu (nú Riverton East)
austan fljótsins. Var kofinn vel gerður og hlýr með pjáturofni í. Þar hafði hann
haft aðalbækistöðvar sínar, meðan Elínar naut við. Á því tímabili hafði hann
koðið okkur Fúsa, sem vorum börn að aldri, og foreldrum okkar og fleiri