Andvari - 01.01.1975, Síða 81
andvari
INDÍÁNINN JOHN RAMSAY
79
án þess að lýsa nokkru erindi. Hitti stundum svo á, að húsfreyjan var ein
heima með börn sín og maðurinn hvergi nálægt.
Sumir Indíánanna voru afburða snillingar í höndunum. Barkarkænurnar
þeirra voru listaverk að lögun og gerð. Byttur og aðrir smábátar, er þeir smíðuðu
úr borðviði, báru langt af þeim, sem íslendingar smíðuðu. Indíánar tóku bvorki
báta né annað til fyrirmyndar bjá íslendingum. Aftur á móti reyndu íslendingai
að líkja eftir smábátum Indíána, en tókst það ekki, bátslaginu gátu þeir aldrei
náð. Allt um það smíðuðu þeir marga góða báta. Allir bátar Indíána voru alveg
lekalausir, en því miður var það of algengt, sæi maður tvo íslendinga á smábát,
var annar að róa, en hinn að ausa! Indíánar lýstu undrun sinni og lítilsvirðing
með því að skella tungu við góm. — En allt sem þokaðist áfram hjá Islendingum,
gekk aftur á bak fyrir Indíánum, og þannig befir það gengið til þessa dags.
Ramsay bar þegar í byrjun af öllum Indíánum, sem voru hér um slóðir,
og hélt þeim velli, meðan bann lil’ði. Hann var laus við a'lla þeirra „ósiði og
tiktúrur", t. d. fóru þeir voðalega illa með sleðabunda sína, börðu þá miskunnar-
laust að ástæðulausu, svo að veinin beyrðust langar leiðir, og sveltu þá. Ramsay
átti fallega hundalest og auðsjáanlega vel alda. Elann sást aldrei beita bunda
sína börðu með keyri né öðru. I daglegri umgengni var enginn kurteisari og
almennilegri en bann. Þó hann hefði allt aðra siði og framkomu en aðrii
Indíánar, var bann þjóðflokki sínum bollur. Hús bans var opið fyrir Indíánum
ekki síður en Islendingum. Þegar svo bar undir, að hann var til búsa hja
Islendingum (í sóma og eftirlæti) og frétti til Indíána nærlendis, fór hann til
þeirra og dvaldi hjá þeim, þó hann þyrfti að liggja úti. Enginn Indiáni befir
verið eins bandgenginn íslendingum eins og hann. Ber margt til þess, það sem
þegar er sagt og margt fleira. Elann var binn áreiðanlegasti í öllum viðskiptum.
Reyndi aldrei að ,,snuða“ neinn, þó bann væri snarsnuðaður af kaupmönnum
eins og aðrir Indíánar. En þess ber að geta, að Indíánar böfðu yfirleitt önnur
viðhorf gagnvart hlutunum en bvítir menn. Ef þeim (Indíánum) fannst hlutur
eftirsóknarverður, svo sem eitthvað, sem gekk þeim í augu, t. d. litaskraut,
glerperlur, silkitvinni, alls konar glys, var mest um vert að eignast það. Það var
sannarlega þess vert að fórna dálitlu fyrir það. Ramsay hafði mikil skildingaráð
(sagt var, að hann ætti fé á banka) og gat veitt sér margt, sem aðrir urðu an að
vera. Hann var afburða árvakur og duglegur veiðimaður. I þcim efnum, ekki
síður en öðrum, bar bann langt af sínum samlöndum, enda var liann aldrei
I neinum félagsskap með þeim á veiðiferðum, heldur einn. Á vetrum virtust
moosedýraveiðar ekki heiglum hentar, iþví hvassviðri og hríðarveður reyndust
jafnan bezt, ef unnt var að finna nýjar slóðir. Oft varð að rekja slóðir langar