Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 82
80
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON
ANDVARI
Víðivellir, um 1891. Maðurinn nær dyrunum er Jón Guttormsson, faðir Guttorms skálds.
Myndin er fengin úr skjalasafni Manitoba (Manitoba Archives).
leiðir, áður en komizt varð í færi. Kalt verk hefir það líka verið að „gera
skrokkana til“ í grimmdarhörkum. Stundum varð of seint að leggja af stað
heim. Þá var eina ráðið að láta fyrirberast í skóginum um nóttina. Þá var líka
áríðandi að finna þéttan greniskógarlund, höggva sér háan skjólgarð úr greni-
trjám, gera sér bæli úr greinunum og kynda langeld þeim megin, sem skjól-
garðurinn var ekki. Sá, sem liggur í bælinu, verður að gæta þess í tíma að snúa
þeirri hlið, sem ætlar að frjósa, að eldinum, en hinni, sem ætlar að brenna, frá
eldinum í það og það skiptið, alla nóttina. Það var kannske engin ástæða til að
leggjast til hvíldar hungraður með heilan moosedýrsskrokk við hendina. Það
þurfti ekki annað en höggva sér vænan bita og hengja hann á steikistaur við
eldinn. Og það, sem var alveg ómissandi, var kanna til að bræða snjó í og hita
te. Þetta gat verið sældarlíf fyrir Indíána, þó frostið væri 40 fyrir neðan 0, enda
var glatt á hjalla, ef þeir voru margir saman til að njóta þess. Jón Sveinsson
föðurbróðir Einars skálds Benediktssonar lifði ævintýri með Indíánum.
Fullyrti hann, að í höllum konunganna hefði aldrei „existerazt" slík hjartans
ánægja og glaðværð sem þar í Indíánabælinu við eldinn. Hann sagði, að þeir