Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 87

Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 87
andvari MINNI LANDNÁMSINS 85 því hjón sváfu saman í þá daga og var aldrei minna en ein kona í hverju hjóna- rúmi. Annars þótti mér hin mesta hús- prýði að rúmtjöldunum, þau voru úr alla vega litu flugnaneti eða slöri. Litadýrðin og skrautið á þeim minntu á sængurhim- ininn hennar Elísabetu Englandsdrottn- ingar. Ógleymanlegt er mér fyrsta kirkjuþing- ið, sem haldið var við fslendingafljót, hve það prýddi búning kirkjuþingsgesta flugnanetið á höttunum þeirra. Fjölbreytt- ara litarskraut hefir ekki sézt síðan nema í Paradísarlundi og á íslenzku bekkjapilsi. Síra Jón hafði blátt flugnanet, síra Friðrik blátt og margir sem voru háttstandandi í kirkjufélaginu, höfðu blátt - nema Vil- helm Paulson, hann hafði lyfrautt og vakti sérstaka athygli áhorfenda, fáeinir höfðu hvítt, en mest bar á græna litnum. A kvöldin, þegar flugunum fannst mál komið að fara að láta eitthvað ofan fyrir hrjóstið á sér, voru öll flugnanetin dregin niður fyrir höku. Þeir, sem voru tóbaks- menn, reyktu innan undir þessum flugna- netum, og rauk út um þau allt í kringum höfuðið og sást ckki, hvort munnurinn, sem reykti, var framan eða aftan á höfð- inu. Flugurnar léku þá verst, sem voru nýkomnir frá íslandi, hafa sennilega fund- ið meiri fjörefni eða vitamín í þeim en hinum innfæddu. Jón Ólafsson ritstjóri lýsir því í fyrirlestri um Vestur-lslendinga, sem hann hélt í Reykjavík, hvernig hann var útleikinn á þessu kirkjuþingi, þá ný- kominn að heiman. Svo voru á honum upphlaupin eftir flugurnar, að hann þekkti ekki handleggina á sér frá lærun- um á sér. Ut í frá heyrði maður sjaldan annað en last um Nýja-ísland, ef á það var minnzt, °g það frá mönnum, sem annaðhvort höfðu ekkert að borða eða lifðu í næstu dyrum og borðuðu sig sjálfir. Dæmi voru til, að íslenzkar stúlkur í Winnipeg sviku elskhuga sína, ef þær komust að því, að þeir hefðu haft ofan af fyrir sér með því að vera fjósamenn niðri í Nýja-lslandi. Þeir, sem vorkenna fólki að búa í frumbyggð, hafa engan skilning á þeirri nautn, sem felst í nýju landnámi. Alltof mikið var gert úr skortinum. Hann var miklu meiri í öðrum nýbyggðunr, sem eðlilegt var. Llér var Winnipegvatn fullt af fiski, kjöt var einatt fáanlegt hjá Indíánum í vöru- skiptum. Man ég eftir fjölda fólks, sem fékk frían aðgang að ekru af þurrkuðu elgsdýrakjöti, sem Indíáninn John Ramsey átti. Margoft miðlaði hann Islendingum af auði síns nratar og góðvildar, svo glaður og glæsilegur sem guðinn Manitú. Talið er, að landnemarnir hafi lært af honum að fiska sér til matar upp um ís. Hitt lærðist þeim seinna að skjóta dýr, þó skóg- urinn væri fullur af veiðidýrum. Einn, sem var hálærð selaskytta frá íslandi, dugði þar ekki betur en aðrir. Þó var hann fæddur með byssuna í höndunum og sela- skytta langt aftur í ættir. Einn ættingi hans hafði skotið á tunglið, þegar það var að koma upp úr sjónum, haldið, að það væri stór selshaus. Skógarbirnir voru tíðir gestir landnem- anna, en engir aufúsugestir, sóttu þeir eftir fiskslógi og öðrum kræsingum. Lleyrði ég getið um bónda, sem skaut á sama björninn einu sinni á dag i marga daga. Fyrst var hjörninn dálítið smeikur við hvellinn, en vandist honurn fljótt og hirti ekki um hann, hélt áfram að éta slógið, þó á hann væri skotið, og leit ekki upp. Einu sinni vildi það til, að stóð í honunr heljarstór fiskhaus. Hann gat ekki kyngt né komið honum út úr sér og gapti lengi á móti sólinni. Þá hugsaði hóndi sér að skjóta beint upp í hann, þar mundi kúlan hafa minnsta fyrirstöðu og komast lengst. Hann skaut, en hitti fiskhausinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.