Andvari - 01.01.1975, Page 88
86
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON
ANDVARI
ViS íslendingafljót í Nýja-lslandi. Kjartan Ó. Bjamason tók myndina
(Þjóðminjasafn íslands).
og losaði hann úr hálsinum á birninum
og bjargaði honum óviljandi. Bjömmn
labbaði burtu heilbrigður og ánægður eftir
skotið.
Hvenær sem nýir innflytjendur komu
frá lslandi á þeim árum og námu staðar
í Winnipeg til að leita sér upplýsinga og
ráðlegginga hjá löndum, sem þar voru
fyrir, var úrlausnin þetta: Hér í Winnipeg
er ekkert fyrir þig. Ef þú hefir peninga,
þá farðu vestur til Argyle. Ef þú átt
ekkert, þá farðu niður til Nýja-íslands.
Þetta var heilræðið, sem gerði það að verk-
um, að nýir og nýir fátæklingar bættust við
hópinn í Nýja-íslandi. I Winnipeg var
vonlaust, að þeir gætu dregið fram lífið
vegna atvinnuleysis. Bærinn stóð í stað
framfaralaus árum saman. Allur fjöldi Is-
lendinga þar barðist í bökkum, bjuggu í
lélegum kumböldum og hefðu sennilega
fengið skyrbjúg, ef þeir hefðu ekki haft
dropann úr kúnni, því margir þeirra áttu
kýr. Oft biðu menn í tugatali með rekurn-
ar í höndunum, á kjallara- eða skurðar-
barmi að fá að fara ofan í aurinn og moka,
en kannske einn af hundrað hreppti hnoss-
ið. Hinir fóru bónleiðir til búða. Þetta var
ekki í Nýja-Islandi - það var í Winni-
peg. Aðeins örfáir Islendingar höfðu
sæmilega atvinnu, en allflestir illa laun-
aða. Margir Winnipeg-íslendingar leituðu
atvinnu niðri í Nýja-Islandi. Nokkrir
þeirra, sem nú mundu vera kallaðir
upsprúcaðir cityguys, réðu sig sem fjósa-
menn og matvinnunga á bændabýlum
yfir vctrarmánuðina. Skipshafnirnar á
flota þeirra Friðjóns og Sigtryggs, sem
síðar verður minnzt, voru Winnipeg-Is-
lendingar að fáum undanskildum. Dugn-
aður og áræði var ekki minna meðal Is-