Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 89

Andvari - 01.01.1975, Page 89
andvari MINNI LANDNÁMSINS 87 lendinga í Winnipeg en annars staðar. Sáust þess merki jafnvel áður en þeir hófu að byggja einn tíunda part af borginni. Enginn efi, að þeir hefðu slagað hátt upp í okkur hér, ef þeir hefðu ekki haft eins mikla lesningu. En engan gat grunað þá, að Winnipeg ætti fyrir sér að verða mið- stöð vestur-íslenzkrar menningar. Engan gat grunað, að gosbrunnurinn hjá sumar- heimilinu á Elnausum færðist langt út í Winnipegvatn og Ný-lslendingar þokuðu undan öðrum þjóðflokki í áttina á eftir honum. Þeir af íslenzkum innflytjendum, sem efni höfðu og settust að í Argyle, tóku skessuskrefum í landbúnaði. Hefir senni- Ega búskapur íslenzkra frumbýlinga hvergi komizt á hærra stig en þar. Hið merkilegasta var, að þeir báru af hér- íendum í kornrækt, heimilisprýði og allri risnu. En Nýja-lsland hafði sérstöðu í tilverunni, tók á móti öreigum og skaut yfir þá skjólshúsi. Fólkið, sem fyrir var, framdi líknarverk á þeim mörgum. Til dæmis gáfu foreldrar Gísla Einarssonar friðdómara nýkomnum innflytjendum mjólkurkýr nokkrar, matvæli og hænsni og þótti sem nærri rná geta stórhöfðinglega af sér vikið. Sumir landnánrsmanna höfðu i húsnæði tvær og þrjár fjölskyldur í senn °g miðluðu þeirn af því litla, sem þeir sjálfir áttu. Því hefir verið haldið fram, að nýtt blóð hafi komið með þessum nýju innflytjend- um og það hafi frclsaS Nýja-ísland frá að verða landauðn í höndum fyrstu land- nemanna og þá hafi nýtt framfaratímabil hafizt. Sjálfsagt hafa þeir, þegar frá leiS, gert sinn skerf til vaxtar og viSgangs ^yggðinni. En daufurn bjarma afturcld- mgar varpar á það tímabil, að einn þeirra, sem komu með seinni skipunum, varS fyrir því, að þáverandi sveitarráS tók af honum skattskuld með lögtaki. Ég áfelli ekki manninn; margur hefir skuldað meirj skatt og haft meiru úr að spila. Hann átti eina konu og eina kú. SveitarráðiS tók kúna. Á hverju áttu hjónin að lifa, fyrst eina kýrin var tekin. Sveitarráðið varð fyrir ámæli almennings fyrir að taka kúna, en ekki kerlinguna. Ef sveitarráðið hefði tekið kerlinguna og skilið eftir kúna, þá hefði karlinn getað lifað á kúnni, en kerl- ingin á sveitarráðinu. Er það líklegt, segi ég, að framfara- skeiðið, óslitið fram á þennan dag, hafi hafizt á þessum raunarlega atburði og átakanlegu yfirsjón þáverandi sveitarráðs? Stórstígar verklegar framkvæmdir í Nýja-lslandi voru nokkru á undan at- hafnalífinu í Argyle, en samtímis um- komuleysinu í Winnipeg. Landnemarnir reistu þau beztu og vistlegustu íveruhús, sem í nokkurri íslenzkri nýbyggð hafa verið. Ár frá ári bættu þeir þau og byggðu ný og betri. Vandaðsta og mesta og eitt af þeim veglegustu, sem nokkurn tíma hafa reist verið í (Nýja-íslandi, byggðu þeir Sigtryggur og Friðjón á Möðruvöll- um. Höfðu þeir um skeið báðir íbúð í því með fjölskyldur sínar. Voru íbúðir þær svo prýðilegar, að þær tóku því langt frarn, sem ístöSulitlir emigrantar höfðu hugsað sér um himnaríki. Auk hinna höfðu þar og íbúð skáldkonan fræga frú Torfhildur Hólm og miÖaldra fröken, sem síðar giftist Taylor og hét fullu nafni meiriháttar Sigga. 1 þessu sama húsi höfðu þeir Sigtryggur og Friðjón verzlunarbúÖ og gerðu feikilega verzlun við íslendinga, Indíána og enska ferÖamenn. Skammt fyrir norðan þetta hús, sem var úr timbri, stóð stórt bjálkahús, reist af Hudson Bay félaginu. Hafði það veriö verzlunarhús þess félags og aðalbækistöÖ við fljótiS síð- an í fyrndinni. Friðjón og Sigtryggur höfðu það fyrir vöruhús. Það var kallaS Bóla, því meðan bólusýkin gekk, var það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.