Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Síða 90

Andvari - 01.01.1975, Síða 90
88 GUTTORMUR J. GUTTORMSSON ANDVARI notað sem spítali. Sögunarmylnu þá stærstu, sem nokkumtíma hefir verið á milli vatnanna, keyptu þeir Friðjón og Sigtryggur og settu niður á Möðruvöllum og starfræktu í mörg ár. Hafði fjöldi ís- lendinga atvinnu við mylnuna á sumrin, en við bjálkaúttöku á vetrum. Eftir að þessi mylna var flutt burt, setti Gestur Oddleifsson upp mylnu á sömu stöðvum og sagaði af miklum dugnaði. - Mylna sú varð síðar eign Kristjóns Finnssonar. Tók hann upp það nýmæli að láta hana vinna nótt og dag - saga sem fiðlara fyrir dansi duglegra verkamanna. Auk þessara ofangreindu sögunartækja voru ýms smærri í notkun um alla nýlcnduna. Bátasmíði hófst þegar á fyrsta frum- býlingsárinu í Fljótsbyggð, á Mikley og víðar í Nýja-íslandi. Byrjað var á allstór- um bát, kjölurinn lagður og nokkur bönd fullgerð, síðan hætt við allt saman. En búið var að gefa bátnum nafnið Vindigo eða Vittigo. Ég man, að móðir okkar Vig- fúsar hastaði á okkur, ef okkur varð á að láta okkur bátsnafnið urn munn fara, því það þýddi á Cree indíánisku Djöfullinn. Man ég eftir, að tvö rif úr Vindigo lágu lengi ofan jarðar fyrir norðan prentsmiðju Framfara. Hverjir það voru sem stóðu að þessu bátsmíði og hvers vegna var við það hætt, er nú gleymt. Fyrsta tvímastraða skipið, sem ég man eftir, hét Bláus og var eign nokkurra bænda í Fljótsbyggð. Var það í förum um skeið milli Fundiþorps og Crossing (Selkirk). Fyrsti bátur, sem Mikleyingar áttu tvímastraðan, hét Borð- eyringur, allstór og mjög vel smíðaður af Stefáni Jónssyni, sem þá bjó á Borðeyri á Mikley, föður Kjartans skipstjóra. Var Borðcyringur lengi í förum milli Mik!- eyjar og Crossing. Hann þótti með af- brigðum stöðugur, lenti eitt sinn í ofviðri svo miklu, að fremra seglið rak þóftuna, sem mastrið var fest við, í gegnum súðina „og datt í sjóinn". Eftir Victoríutímabilið, sem síðar verður frá sagt (því Fljótsbúar áttu sitt Victoríutímabil, kennt við Vict- oríu, gufuskip þeirra Friðjóns og Sig- tryggs), rak Friðsteinn Sigurðsson verzlun um nokkur ár. Hann átti stóran og forn- legan York bát, tvímastraðan, og hafði í siglingum milli Möðruvalla og Crossing. Formaður á þeim kugg var Eiríkur Ey- mundsson, ef til vill sá bezti sjómaður, sem á Winnipegvatn hefir komið. Sigvaldi Þorvaldsson var annar sjógarpur samtíða Eiríki. Hann átti stóran bát tvímastraðan smíðaðan af Kristjáni frá Geitareyjum. Hann hét Kristján, en síðar vatni ausinn og nefndur Lára frá Lundi. Hún var lengi í förum og flutti meðal annars póst milli Selkirk og Lundiþorps. Fram undan Breiðuvík kom stóralda inn fyrir borð- stokkinn, svo allt varð vatnsósa, þ. á m. pósturinn. Tók þá stjórnin þvert fyrir, að póstur yrði fluttur vatnsveg. Rann þá upp það tímabil, er Gestur Oddleifsson bar póstinn á bakinu — 10 fjórðunga - milli Sclkirk og íslendingafljóts á ófærum vegi. Strandarbræður, svonefndir, áttu stóran bát tvímastraðan og héldu lengi uppi sigl- ingum milli Selkirk og Árness. Jón Kafteinn, faðir Snæbjörns Johnsons dómsmálaráðherra, átti stóran seglbát og sigldi hrafnistubyr fram og aftur milli Gimli og Selkirk (áður Crossing). Þcir Bergþór og Einar Þorkelsson áttu stóran bát tvímastraðan og héldu uppi sigling- um milli Mikleyjar og Selkirk. Annars áttu eyjarskeggjar báta stærri og smærri í tugatali. Hinir miklu athafnamcnn, bræðurnir Stefán og Jóhannes Sigurðs- synir, ráku verzlun að Bræðrahöfn í Breiðuvík (nú Hnausar). Voru þeir hinir fyrstu, er byggðu frystihús í Breiðuvík og víða á fiskistöðvum norður með Winni- pegvatni, og hófu þcir rekstur fiskveiða í stórum stíl, sem enginn endi hefir á orðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.