Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 99
andvari
- „ÞEIR LÖGÐU UPP AÐ MORGNI, EN EFTIR HANN VARГ -
97
Gísli og Carolína Dalmann
áleiðis til Vesturheims og urðu samferða Stephani G., er þá fluttist vestur
asamt foreldrum sínum og fleira frændfólki, m. a. Helgu Jónsdóttur frá
Mjóadal, er Stephan gekk að eiga 18. ágúst 1878 í Wisconsinríki. En þaðan
héldu þau 1880 og sumt frændliðið áfram lengra vestur á bóginn allt til
Norður-Dakota. Eftir níu ára dvöl þar var enn lagt af stað og í það skipti
vestur til Albertafylkis í Canada.
Stephan staldraði við um hríð í Calgary, þegar vestur kom, og þaðan
skrifar liann Jónasi Hall, einum bezta vini sínum í Norður-Dakota, bréf 17.
júní 1889, en það er elzta bréfið, sem birt er í bréfasafni Stephans. Hann
segir honum m. a. fréttir norðan úr nýlendunni, þangað sem nokkrir íslendingar
voru komnir á undan Stephani, m. a. þeir Gísli og Benedikt frá Mjóadal,
föðurbræður Ilelgu, konu Stephans. I bréfinu segir svo m. a.: „Ég settist að
hérna í Calgary, af því að ég bjóst við að fá hér vinnu fremur en þarna í
>,Aðgerðarleysinu“, nýlendunni þeirra við Red Deer. Ósköp eru landar ánægðir
ttieð þessa nýlendu, en lítið veit ég um hana, nema hvað ég gizka mér til. Gamli
Olalur kom hér suður strax sem ég kom, og Gísli og Benedikt. Ólafur gamli
vmnur eins og naut, er hraustur eins og hestur, kátur eins og sólskríkja og
hagspakur eins og sauður. Elelzt vildi hann fá mig norður strax. Gísli og
Benedikt eru líka ofur rólegir með allt, nema Dakota og mannfélagið þar. Ég
var í önnum að losa vagninn minn, þegar þeir hittu mig fyrst og fóru strax að
sPyrja mig eftir peningum eða plóg, og svo hristu þeir höfuðin.“
Stephan minnist á Gísla aftur í bréfi til Jónasar Hall 24. ágúst 1891:
7