Andvari - 01.01.1975, Síða 101
andvari
- „ÞEIR LÖGÐU UPP AÐ MORGNI, EN EFTIR HANN VARÐ" -
99
Þið farið burt, en eg verð ettir-
áset mér að reyna og sjá,
áður göngu lífsins léttir,
loks hvor stærra dagsverk á:
sytra, er út við skúr sér skvettir
skjótt, eða farvegsgróin á.
Þið farið burt, en eg verð ettir.
Osk sú mér við hug er felld:
Ykkar vegir verði sléttir,
viljug fram á ævikveld
þó þið eltið, blett af bletti,
brigði-vona haugaeldl
Stephan birti kvæðið í Heimskringlu og Öldinni 27. júlí 1892, rúmum
mánuði eftir að Gísli Dalmann lézt í Calgary, þangað kominn á leið sinni úr
byggðinni vestur að hafi. Carolína kona hans tilkynnti lát hans í bréfi, er hún
skrifaði í Calgary 28. júní og birt var í Lögbergi 6. júlí 1892.
En í bréfinu segir hún svo í upphafi:
„Hér með tilkynni ég ættingjum og vinum, að 23. þ. m. burtkallaðist minn
elskulegi eiginmaður, Gísli Dalmann, frá þreytu og þjáningum þessa lífs. Hann
var 53 ára að aldri; hann var mjög heilsutæpur síðastliðið ár, virtist vera á
hatavegi í vor, en svo tók sig upp aftur sami veikleikinn og varð að dauðameini.
Við vorum að flytja okkur vestur til British Columbia, en urðum að nema
staðar í Calgary, því þá kom kallið „hingað og ekki lengra“. Við lifðum rúm
19 ár í hjónabandi, og varð okkur 8 barna auðið, af hverjum fjórir synir á
unga aldri eru á lífi“......
Vera rná, að Stephan hafi sent kvæðið frá sér, áður en hann frétti lát
Gísla, og naumast hefði hann látið birta það, ef hann hefði ekki talið það vera
græskulaust gaman, kveðið að skilnaði við garnlan kunningja og förunaut, er
hann virti og þótti vænt um. Stephani hefur einungis fundizt sárt að tapa svo
góðum bónda og granna úr sveitinni og talið hæpið, að þau hjónin bættu hlut
Slnn, þótt enn væri leitað á nýjar slóðir.
Aður en vikið verður að viðbrögðum ekkjunnar við kvæði Stephans, er
rett að rifja upp fáeina kafla úr ritgerð eftir Carolínu Dalmann, er birtust í
nnnningargrein Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar læknis og skálds um hana í
Lögbergi 13. apríl 1922 (en Carolína lézt í Winnipeg 4. nóvember 1921).