Andvari - 01.01.1975, Page 103
andvari
- , ÞEIR LÖGÐU UPP AÐ MORGNI, EN EFTIR HAXN VARÐ" -
101
]á, svona var kveðjan létt, sem \m lagðir
í lófa minn, þegar við skildum við ána.
Að hrakspá það væri, þii hreint ekki sagðir,
en hugsaðir: fullgott í þvílíka hjána,
og kátur yfir því kunningjahragði
þú kveðjuna sendir á Heimskringlu fána.
Þú vildir það hærist sem víðast um heima,
hvað vel sá er staddur í mótlæti og harmi,
er síðustu orð þín og óskir má geyma
svo einlæg og þerrandi tárin af hvarmi,
og hve skyldi’ ég vináttukveðjunni gleyma,
þótt hverfi mér vonir sem haugelda hjarmi.
SíSar minnir Carolína Stephan á það, að hann hafi hingaS til flutt eins oft
°8 þau, hvað sem annars kunni að hafa knúið hann áfram. En kvæðinu lýkur
hún með þessu erindi:
Ég hélt það, að myndirðu hvefsnina spara
og hæðnina og sletturnar leggja til síðu,
er við þínir kunningjar vórum að fara
og vórum að kveðja allt fólk þitt með hlíðu.
En hver var þín meining með kvæðið þitt rara?
1 hvert sinn ég les það með ógeði siríðu.
Ekki er að efa, að Stephani hefur fallið illa þetta skeyti Carolínu, þótt
hann léti ekki á sér bæra um hríð. Vera má, að kvæði, er hann birti í 11. blaði
árgangs tímaritsins Eleimis í Winnipeg 1907 og þar nefndist Afsökun hins
skuggsýna og ársett er 1892, hafi verið ort sem eins konar svar eða vörn gegn
ádrepu Carolínu og ýmissa, sem tekið hafa í sama streng. Athyglisvert er, að
hvæði þetta kemur í Andvökum næst eftir kvæðinu Að skilnaði og heitir
l’ar Skuggsýni. En undir kvæðinu stendur ártalið 1902, þótt það væri í Eleimi,
sem fyrr segir, ársett 1892, eins og réttara mun vera.
Kvæðið er svohljóðandi:
Þið segið, að ég kveði lífið Ijótt
og leiti eklú að gulli, heldur skarni-
að eilífð mín sé eilíf, kolsvört nótt
og ævin villa á slóðarlausu hjarni.