Andvari - 01.01.1975, Page 106
104
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Hans dagleið var kapphlaup um klungur og töf,
og hvíld fékk hann loksins í útlendings gröf.
í lokaerindinu leggur skáldið liins vegar út af því, sem áður er sagt,
þegar það segir:
Svo týnumst vér flestir úr lestaferð lífs
og leifum ei eftir oss stíg eða spor —
En í ákafanum verður þetta svo hjá Carolínu: líf hans hafi verið kapp-
hlaup um ldungur og töf, er hvergi leifir eftir sig stíg eða spor. -
Stephan svaraöi Carolínu i grein, er kom í Lögbergi 11. marz 1893 og
nefndist Carolína um „kristnu skáldin". Hann segist i upphafi enga ágirnd
hafa „á nafninu „kristið skáld“, eins og Carolína virðist skilja það orð. Annars
er sú dyggð, að kveða lof um dauða menn, engan veginn einkenni á „kristnum
skáldum“ einungis; fornskáldin heiðnu gerðu það líka í drápum sínum, þó
Carolínu sé það ókunnugt. - En það er eitt í greininni hennar, sem ég vildi
minnast á. Carolínu Dalmann er það kunnugt, að ég er í kirkjulegum skilningi
vantrúarmaður, en það hefir verið staglazt á því, og margstaglazt, í ræðum og
ritum kirkjumanna hér vestan hafs, að vantrúarmennirnir sjái ekkert nema
einlæga dimmu og dauÖa og skoðun þeirra á lífinu sé framúrskarandi huggunar-
laus, auÖvitað í mótsetning við alla blessaða hirtuna, vonina og huggunina
hjá kirkjumönnunum. Eins og við var að búast, hermir Carolína þetta eftir
og hnoðar því inn í ofurlitla bögu til mín, seinast í grein sinni.“
Stephan vitnar síðan í ýmsa staði, þar sem vikið er að dauðanum á heldur
drungalegan hátt, og segir svo: „Þetta eru fá af ótal dæmum af birtunni yfir
skoðunum sumra „kristnu skáldanna" á lífinu og dauðanum, tekin úr biblíunni,
kvæðum Hallgríms Péturssonar og sálmabókinni íslenzku, því þau rit getui
ekki Carolína Dalmann borið neinar brigður á, að séu kristileg. Ég veit ekki,
nema henni finnist Matthías Jochumsson vafasamur í kristninni, og tek ['hann]
því bara sem nýtt dæmi í skáldskap. í einu af hinum fegurstu kvæðum sínum,
Eftir barn, ávarpar hann menn yfir höfuð svona:
Hvert hrós átt þú um hundrað ár,
og hver mun spyrja að þér?
Og Stephan heldur áfram og segir:
„Eitt er auðvitaö liægt að gera, fyrir þá, sem það kunna, hvort sem þeir eru