Andvari - 01.01.1975, Page 109
andvari
- „ÞEIR LÖGÐU UPP AÐ MORGNI, EN EFTIR HANN VARÐ" -
107
Ég litaðist yfir landnám mitt
og læt það svona duga
sem beint svar upp á bréfið jntt,
er bjó mér j>á í huga:
Mér sýndist sléttan breiða barm
svo blítt á móti sólu
sem inn’ í shógar skýlis-arm.
hún skelfdist enga gjólu.
Því hér var allt st'o hýrt og nett
og heimboðslegt á svipinn,
skógurinn grænn og grundin slétt,
né grös af frosti klipin.
Og lækurinn, sem f>ar leið um reit
og litla gilið prýddi,
var skáldið góða í sinni sveit,
er söng, f>ó enginn hlýddi.
En mig hyllti, ef til vill,
eyðifegurð landsins.-
Grös þar vaxa ei ennþá ill
upp úr svita mannsins.
Og við blett þann uni’ eg skást,
áður en ég hef plægt hann.
Adam gamla Eden brást,
óðara en tókst að rækta ’ann.
Æski eg samt hér yrði sveit
auðnu-sældar mesta,
frjóir akrar, fé á beit,
fjöldi vænna hesta.
Byggð, sem flyti í floti og mjólk
feitra kúa og uxa,