Andvari - 01.01.1975, Page 112
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
Tregi án tára
GESTUR
Sonnr höfundarins
Það lögmál, sem að lífi verður grand,
með langri von og ótta mig ei tafði,
en sendi úr hæðuni himna eldihrand
í hjartastað á því, sem kært ég hafði.
Og fró er þessi þrautaleysu vissa
um þennan skilnað - fyrst ég varð að missa.
]á, nii er vægð að vita á því grein,
að var ei það, er laust þig svona, kæri,
neitt skynhært vald, er vilji neinu mein,
né venji á gott, með slys sem tækifæril
Því grimmdarverkin — hvað helzt sem þeir kennal
í hverju hjarta sviðaheitast hrenna.
Og hægra er við skeð að sætta sig,
ef sitja ei hræðsla og refsing öllum megin.
Ið góða átti enga sök við þig,
og af því hefðir þú ei verið sleginn.
Og aldrei gat það hitt svo hörkulega
öll hjörtun þau, er sakna þín og trega.
Og vonzkan aldrei á því góða hrín
um eilífðl hvað sem líf og dauði hoða,
og hún á ekkert afl, sem nær til þín -
og eldingin sem hitti þig til voða
var saklaus — og hún sat um líf þitt eigi -
sem sjálfur þií að ganga á hennar vegi.