Andvari - 01.01.1975, Page 115
andvari
TREGI ÁN TÁRA
113
En Stephan G. stendur að því leyti hallari fæti en hinn syrgjandi stóíski róm-
verski faðir: Hann verður að sópa bæinn. Hann verður að losa sig við guð-
innrættar kristnar hugmyndir aldanna urn hefnd fyrir synd, um refsingu og
typtun, og Stephan sýnir þessum hugmyndum hvorki náð né miskunn, í
þessum heiða huga er óttinn ekki til:
Já, nú er vægð að vita á J)ví grein,
að var ei það, er laust þig svona, kæri,
neitt skynhært vald, er vilji neinu mein,
né venji á gott, með slys sem tækifæri!
því grimmdarverkin - hvað helzt sem þeir kenna!
í hverju hjarta sviðaheitast brenna.
Og hann heldur áfrarn að reka hræðsluna á dyr, hann hefur glímt við hana
fyrr í lífinu:
Og hægra er við skeð að sætta sig,
ef sitja ei hræðsla og refsing öllum megin.
Ið góða átti enga sök við þig,
og af því hefðir þú ei verið sleginn.
Og aldrei gat það hitt svo hörkulega
öll hjörtun þau, er sakna þín og trega.
Og vonzkan aldrei á því góða hrín
um eilífð! hvað sem líf og dauði hoða,
og hún á ekkert afl, sem nær til þín —
og eldingin sem hitti þig til voða
var saklaus - og hún sat um líf þitt eigi -
sem sjálfur þú að ganga á hennar vegi.
Og nú snýst möndull kvæðisins. I persónulegum hörmum hafa skáld leitað
asjár hjá dís Ijóðsins. Þegar bóndinn og víkingurinn Egill hyggur urn stund í
örvilnun hefndarinnar að ganga á hólm við guðinn, sem hefur svipt hann
tveimur sonum, minnist hann þess allt í einu, að þessi guð, Oðinn, hefur
gefið honum náðargáfu Ijóðlistarinnar, og lætur sefast:
þó hefr Míms vinr
mér of fengnar
hölva hætr, ef et hetra telk.
Hin stríða lund lætur huggast.
8