Andvari - 01.01.1975, Síða 117
ANDVARI
TREGI ÁN TÁRA
115
Níu öldum síðar liarmar nær áttrætt skáld, Goethe, missi ungrar ástar,
gamalmennisástar án vonar, en hann leitar einnig fróunar undir purpuraskikkju
ljóðsins, goðagjafarinnar:
Und wenn der Mensch in seiner Qiial verstummt
gah mir ein Gott zu sagen was ich leide.
Og hann lætur einnig huggast.
Vestur í auðnum Vesturheims í byrjun 20. aldar stendur íslenzkur einyrki
heygðum fótum við leg þess sonar, er hann unni mest, á sinni eigin jörð. Hann
hefur gert upp reikningsskilin við örlög lífslögmálsins. Andspænis dauðanum
er missirinn mikill, nú er ekki annað eftir en kveðja það, sem hann unni heitast,
engin beiskja né biturð, heiði hugans, sátt við það, sem verður ekki umflúið:
Svo vef ég þig í angurværðir óðs
inn andaðan, í línur táraglaðar. —
í englaröðum glaðværðar og góðs
minn gestur verður — hvergi annars staðar.
Ég kveð þig ugglaus, um það lokast sárin.
Á eftir hlessun, þakkirnar og tárin.
Og enn skal kært að kveða og heilsa þér.
Og kveldsól mín skal setjast enn í heiði,
er hinzt til viðar veröld gengur mér
í vestri, undir þínu gróna leiði. -
Svo helgast leið að Ukkistunni minni,
og Ijóðið hinzta, af minningunni þinni.
í andlátsfregninni til Eggerts Jóhannssonar segir Stephan: Ég reyni að
gegna skyldum mínum við þá, sem lifa, eins fljótt og mér er auðið aftur.
I þessum orðum er Stephan G. Stephansson allur, heimsskoðun hans öll
í hnotskurn. Hann var heiðingi í öllum kristilegum skilningi, trúði ekki á „eilíft“
hf í kristnum skilningi. En ég veit fáan eða engan Islending, sem var slíkt
skáld lífsins og Stephan G. Öll hans ljóð eru lofsöngur til hins græna þvala
heiðna lífs. En fáir gerðu sér jafnskýra grein fyrir þætti dauðans í lífsferlinum.
hlann tók ekki framréttri hönd dauðans af minni karlmennsku en trúarskáldið
°kkar Hallg rímur Pétursson:
Kom þú sæll þá þú vilt.
Öm það ber ljósast vitni tregaljóð hans um Gest son sinn.