Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 119

Andvari - 01.01.1975, Side 119
andvari ENDURMINNING FRÁ SUMRINU 1917 117 Stefánsson, kallar hann sig Stephansson. Ég hef oft lesið í kvæðabókunum hans, sem eru þrjár og heita allar Andvökur. í öðru bindinu er einn kafli, sem eg leita oftast í, og þar finn ég kvæðin, sem Ketill bróðir og Þorkell frændi á Syðrafjalli fara oftast með, þegar þeir eru að þylja upp úr Andvökum. Þessi kafli heitir Or sögnum og sögum. Framan við kaflann er ein vísa, sem ég kann, og ég hef tekið ákveðna afstöðu útfrá efni vísunnar. „Berstu með Högna, ef hann á þitt lið — með Héðni er ég ráðinn að falla.“ Ég ætla að berjast með Högna, þó að Stefán ætli að berjast með Héðni. Ég kann línur og vísubrot ur ýmsum kvæðum í þessum kafla, úr Illugadrápu, Mjöll dóttur Snæs konungs og Týnda syninum. Ég ætla einhverntíma, þegar ég er búinn að vera í útlöndum eins og týndi sonurinn, að taka mér orð hans í munn, „Eitt kvæði ég kvað þar,/ einn söng ég þar söng/eitt síðkveld - er þó á að lifa.“ En nærri vænst af öllu þykir mér þó um vísurnar „Það var fæddur krakki í koti.“ Við þær hafði pabbi gert lag, og mamma raulaði þær oft við okkur í rökkrinu og pabbi líka, og oft hafði ég sofnað út frá því, enda hétu þær Vögguvísur. Og nú ætlaði þessi maður að koma í heimsókn til föður míns, þó að þeir þekktust ekkert, hefðu aldrei skrifazt á og væru ekkert skyldir, en ástæðan var mér Ijós, og ég var mjög upp með mér fyrir hönd föður míns. Heima hjá okkur var símstöð, eini síminn í sveitinni, og með símanum höfðu borizt fréttir af ferðum Stefáns. Jón í Reykjahlíð hafði sagt pabba af komu hans austan yfir Jökulsá fyrir þremur dögum, og þá var samkoma hjá Jóni í Hlíð. Tvo undanfarna daga hafði hann verið í Sveitinni, en var á leið dl Húsavíkur, þar sem vera átti mannamót daginn eftir. Hann Hólmgeir í Vallakoti símstjóri á Breiðumýri hafði sagt föður mínum í símanum um síð- degiskaffið, að þar á Breiðumýri væri ýmsir Reykdælir samankomnir til að fagna skáldinu, og hann hafði skilað orðum frá Þórólfi í Baldursheimi, er var fylgdar- ntaður Stefáns, að hann vænti þess, að þeir myndu koma við á Fjalli, ef þeir yrðu ekki því seinna á ferðinni. Faðir minn hafði sent boð að Syðrafjalli, ef Eorkell og þeir feðgar gætu komið og hitt Stefán. Ég var að stjákla í kringum pabba og veitti öllu fasi hans athygli. Það hafði þróazt með mér djörf ákvörðun, sem mér fannst miklu máli skipta, hvernig yrði tekið. Ég ætlaði að biðja hann um að fá að fara með honum á móti Stefáni, en ég taldi það vera annmörkum háð, og ef til vill tæki hann það ekki í mál. Elestur var enginn heima við nema Brúnka. Hann hafði að vísu oft reitt mig að baki sér, en ég fann það með sjálfum mér, að það var ólíklegt, að honum þætti það viðeigandi að fara tvímennandi til móts við þennan mann, skáldið Eá Klettafjöllum, rétt eins og það væri ekki til nema einn hestur á Fjalli, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.