Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 120

Andvari - 01.01.1975, Page 120
118 INDRIÐI INDRIÐASON ANDVARI þó varð að freista þess. Ég bar upp við hann ósk rnína, og hann galt henni jáyrði með svolítið undrunarkenndu brosi. Við feðgar stigurn á bak. Það var góður púði við hnakkinn. Farið var fetið niður fyrir túnhliðið, og svo lét hann Brúnku fara á léttu skjögti niÖur Ósa- stiginn. Ekkert sást til mannaferða, er komið var niður á brautina, en nú hvatti hann Brúnku spora. Litlu síðar heyrðum við eftirreið. Ketill bróðir minn hafði ákveðið að fara einnig til móts við Stefán, látiÖ sækja hest og hafði nú náð okkur. Stundarkorni síðar sáum við til ferða tveggja manna, og bar fundum skjótt saman. Ég bar kennsl á Þórólf, beinn og hár í sæti og hinn hof- mannlegasti. Idinn var minni fyrir sér og lútti lítið í hnakknum. Þeir köstuðust á kveðjum svolítið álengdar, og Þórólfur mælti hátt og hressilega: ,,Ég held ég þurfi ekki að kynna ykkur, — þetta er hann IndriÖi, og Stefán þekkja allir.“ - Það er skrítið og hafa þó aldrei séð hann, en auðvitað á hann við myndina framan við fyrsta bindið, hugsaði ég. Þeir Stefán og faðir minn riðu þétt hvor að öðrum og tókust í hendur: „Komdu sæll og blessaður." Kveðjan var sú sama hjá báðum, hlýleg og þokkafull, og þeir litu rannsakandi augnráði hvor á annan líkt og þeir væru að meta og athuga. Þórólfur sat keikur hest sinn og veitti þeirn nána athygli, og stafaði sterku brosi af andliti hans. Síðan rétti Stefán mér höndina og sagði við pabba, að hann geymdi eitthvaÖ þar að baki sér, og ég seildist langt til handarinnar. Handtakið var þægilegt, höndin ekki fyrirferðarmikil og svolítið lúaleg. Svo sneri faðir minn Brúnku við, og þeir létu hestana stíga liðugt út brautina í átt heim að Fjalli. Það var blíða og kyrrð, en sól skein við hafsbrún austan Víknafjalla. Liðið var að miðnætti. Ég hafði orðið fyrir hálfgildings vonbrigÖum. Hugmyndir mínar höfðu tekið kollsteypu. Það var ómögulegt að þekkja Stefán af myndinni í Andvökum, sem ég hafði svo oft virt fyrir mér, þetta mikla afturkembda dökka hár og skegg og ábúðarmikill svipurinn. Þetta var þreytulegur, skolleitur, þunnhærður maður í engu frábrugÖinn sumum nágrönnum mínum, en það var víst orðið langt síðan þessi mynd var tekin. Auk þess var hann ekkert sparibúinn eða á neinn hátt framandlegur, eins og menn áttu að vera, sem komu frá Útlandinu. Reiðtreyjan hans stóðst engan samjöfnuð við molskinnsstórtreyju föður míns, sem hann var í á ferðalögum. Og hvernig stóð á því, að þeir höfðu þúazt og meira að segja sagt sæll og blessaÖur og höfðu þó hvorki sézt né skrifazt á. Ég vissi, að pabbi þéraði suma menn, sem hann þekkti ekki, og suma heldri menn jafnvel þó að hann þekkti þá, eins og sýslumanninn, það hafði ég heyrt á manntalsþinginu um daginn, að þeir þéruðu hvor annan. En þetta hlaut að vera í lagi, úr því að þeir þúuðu hvor annan, pabbi og Stefán. - Og það var svosem engin speki,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.