Andvari - 01.01.1975, Side 123
andvari
ENDURMINNING FRÁ SUMRINU 1917
121
eftir að Stefán kom til okkar hefði hann farið frá Húsavík að Sandi og daginn
eftir að Stefán kom til okkar hefði hann farið frá Húsavík að Sandi og í
ferðinni hefði hann hitt Sigurð, og hafði hann fylgt Stefáni fram í Kinn á leið til
Mjóadals. Frá því var mér síðar sagt af Sigurði, en það er önnur saga. Bréf
Sigurðar til Stefáns var á þessa leið:
„2. des. 1902, Garði, Aðalreykjadal, S-Þingeyjarsýslu.
Hr. Stephan G. Stephansson. Kæri vinur.
Þessi litla beitilyngskló, sem ég legg hér innan í, er framan af Mjóadal.
Hún á að færa þér mitt hjartans þakklæti fyrir kvæðin þín í „Öldinni", „Heims-
kringlu" og víðar. Nú er búið að leggja Mjóadalsbæinn í eyði, en áin syngur enn:
Að eiga allan dalinn,
allt eins og heima smalinn,
er sat á sumri hjá.
Þinn vinur, Sigurður Baldvinsson.“
Kvæði sitt Lyng frá auðum æskustöðvum birti Stefán fyrst í tímaritinu
Svövu í desember 1903, og er kvæðið dagsett 3. október 1903, á fimmtugs-
afmæli Stefáns.
Af beitilyngsklónni er það að segja, að hún hefur varðveitzt til þessa dags,
fyrst undir gleri á hinu gamla heimili Stephans til ársins 1953, en síðan í
hókasafni Manitobaháskóla í Winnipeg, þangað sem börn þeirra hjóna gáfu
bækur og ýmsa muni Stephans í tilefni af aldarafmæli hans. Var þá búið um
þ'ngklóna að nýju og hún innrömmuð, ásamt kvæði því, er hún kveikti í huga
skáldsins, skrautrituðu.
Þykir hlýða að ljúka þessari upprifjun með því að birta hér þetta fagra
bvaeði Stephans G. Stephanssonar.