Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 133
ANDVARI
VINSÆLDIR OG LISTGILDI SKÁLDSKAPAR
131
Hann er hluti af einni heild, sem þjappað er saman, eins og oft má sjá á
veggmyndum, þar sem myndir af ýmsum sérkennandi mannvirkjum heillar
horgar eru settar hlið við hlið. En þessir samsettu hlutar af borginni geta ekki
komið í stað heildarmyndar af borginni. Þetta er upptalning eða þula, eins og
Steingrímur J. Þorsteinsson orðar það í Nýju-Helgafelli 1957, 111.-126. bls.
Hann orðar það líka þannig, að „meginhlutar yrkisefnanna eru m. a. myndir
af íslenzkri náttúru (Dalvísa, Vorvísa)“. Sem skáldsýn og þar með skáldskapur
getur Dalvísa ekki jafnazt á við kvæði eins og Fjallið Skjaldbreiður eða Þú
stóðst á tindi Heklu hám, þó að það sé óefað vinsælla og þekktara en það síðar-
nefnda og jafnvel stórkvæði eins og Gunnarshólmi og ísland farsælda frón.
Jónas var líka jarðfræðingur, en ekki grasafræÖingur. Vinsældir kvæða standa
sem sé ekki alltaf í réttu hlutfalli við skáldskapargildið eða listgildi almennt.
Jón Thoroddsen
Jón Thoroddsen var merkastur sem skáldsagnahöfundur, sbr. Steingrím
J- Þorsteinsson í Ljóðum og sögum 1950, vii. Einnig endurtekur liann orð
E útg. Kvæða í formála: „í kveðskap sínuin er Jón óvíða stórbrotinn, en alloft
skáldlegur ...“
Mörg ljóða hans hafa orðið vinsæl og verið sungin fram á þennan dag,
eins standa þau í skólaljóðum og lestrarbókum. Fremst í ljóðabókum hans og
Elrvali stendur kvæðið ísland: Ó, fögur er vor fósturjörð. Þetta Ijóð, sem fyrst
birtist 1850 í sögunni Pilti og stúlku, hefur að líkindum náð mestum vinsældum
af Ijóðum hans. Við skulum athuga listgildi þess nánar.
Ó, fögur er vor fósturjörð
um fríða sumardaga -
Lýsingarorðin fögur og fríð í samliggjandi ljóðlínum verður að telja lýti á góðum
skáldskap, jafnvel hortitti.
er laufin grænu litka hörð
og leikur hjörð í haga
Við getum kallað „lauf“ hér í víðari merkingu skáldaleyfi. En það er gengið
belzt til langt í rómantíkinni, þegar hjörðin í haganum leikur sér að sögn
skáldsins. Oftast mun hann þó hafa séð hana á beit eða liggja jórtrandi um
surnardaga, þótt lömbin geti brugðið sér á leik á vorin. Skáldlegri miklu er
^uyndin hjá Steingrími Thorsteinssyni: