Andvari - 01.01.1975, Page 134
132
SVEINN BERGSVEINSSON
ANDVARI
leilia lömb í kringum
lítinn smaladreng.
Framlialdið hjá J. Th. er:
en dalur lyftir blárri brú
mót blíðum sólarloga -
Orðin glitra, glóa, gylla í einni þyrpingu verður líka að telja til hortitta.
Auk þess er glitrandi flötur að sumri til heldur óljós náttúrulýsing. Sveinbjörn
Sigurjónsson gengur fram hjá þessu í skýringum sínum.
Það, sem finna má að í Ó, fögur er vor fósturjörð, er mest í fyrsta erindinu.
Það er eins og skáldið sæki sig í hinum tveimur og verði rökvísari. Þó mætti
finna að því í 3. erindi, að J. Th. kallar legsteina bautasteina, sem eins og
menn vita hafa aldrei verið reistir hér á landi. Og næstsíðasta ljóðlínan:
á meðan gróa grös í mold
er dálítið hæpin, því að við tölum bara um, að grasið grói, en ekki, að það grói
í moldinni, þótt rætur þess liggi þar.
Þessi greining á íslenzkum skáldskap átti ekki að ná lengra, þótt af nógu
sé að taka. Auðséð er af þessum tveimur vinsælu kvæðum, að það er sitthvað
vinsældir og listgildi. Og á það í raun og veru við skáldskap á öllum tímum.