Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 143
andvari
HULDUMÁL
141
sem merkir sama, en stigið getur um palla. Orðaleikurinn felur í sér streitu
af sama tagi og áður var lýst. En skáldin höfðu ekki aðeins heiti og kenningar
í dylgjum sínum. Til heitis hlutar má höfða með öllum hugsanlegum orða-
samböndum tungunnar. I fornum skáldskap og rímum er fjölbreytnin í þessu
elni meiri en svo, að rakið verði í stuttu máli.
Til þess að ráða fornar kenningar nægir ekki gott vald á íslenzku máli.
Fjöldi kenninga er reistur á fornum goða- og hetjusögum. Þær þurfti hver
maður að þekkja, sem skilja vildi skáldskaparmál. 1 vísuhelmingi, sem varðveitzt
hefur eftir Eilíf Goðrúnarson, er fólginn fyrri hluti nafnsins Hákon. Jarlinn
heitir þar „mœrar orða kon“. Mœrr (mýrlendi) er heiti jarðar, og allir vita,
hvað orð er. Samt er mœrar orð óskiljanlegt. Sá einn, sem veit, að Heimdallur
„heyrir ok þat, er gras vex á j<?rðu“, skilur, við hvað er átt. Orð er rödd, hljóð,
hávaði, en ,,hávaði jarðar“: grasvöxtur, gras. En gras heitir líka há, og iyrri
hluti nafnsins er leystur úr læðingi. Ekki var þó alltaf svo mikið við haft. I
Vesturfararvísum ávarpar Sighvatur Þórðarson skáldbróður sinn einu orði:
húnn. Félagi Sighvats hefði því getað heitið BjQrn. Svo var þó ekki. Hann hét
Bersi Skáld-Torfuson. En hann hefði alveg eins getað heitið ísolfr eða Vetrliði.
Þegar svo stendur á, verður gátan ekki ráðin, nema sögulegur fróðleikur komi til.
1 fornum skáldskap eru fólgin nöfn aðeins einn þáttur fólgins máls. I
rímum er þessu öfugt farið. Þar er fólgið mál mestmegnis nöfn. 1 nafnafelum
sínum notuðu rímnaskáldin alla klæki hinna fornu skálda. En í elztu rímum
kemur fram nýjung: málrúnir. Svo nefnast heiti rúnanna fornu. Þau voru
16 eins og rúnirnar, en þær skiptust í þrjár ættir:
Freys ætt: fé — úr — \mrs — óss — reið — kaun
Hagals ætt: hagall — nauð — íss — ár — sól
Týs ætt: týr — bjarkan — maðr — lögr — ýr.
í málrúnum skiptir ættaskiptingin engu máli, heldur nöfnin ein. Öll eru þessi orð
alkunn nema lwgall og bjarkan, enda voru þær rúnir oft kallaðar hagl og björk,
°g sú er merkingin. Nú var það leikur rímnaskáldanna að fela þessi nöfn í
kenningum, samheitum eða á enn annan hátt. Og oft eru málrúnir notaðar milli-
liðalaust. Ekki þarf að orðlengja það, að hljóðgildi rúna er upphafshljóð heitanna:
fé ~ f, úr = u, ú eða v o. s. frv. Á það skal bent, að lengdarmerki þekktist ekki
1 i'unum. Samhljóð var því aldrei tvíritað, meðan rúnir voru og hétu.
Til eru tvær rúnaþulur, sem skáldin studdust við. Er önnur þeirra norsk að
uPpruna, en hin íslenzk. 1 þeim eru rúnaheitin skýrð. Um 11. rún segir t. d. svo: