Andvari - 01.01.1975, Síða 144
142
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
Norska rúnaþulan lsl. rúnaþulan
Sól er landa ljómi. Sól er skýja skjöldr
Lúti ek helgum dómi. ok skínandi röðull
ok ísa aldrtregi.
I norsku rúnaþulunni er hver rún skýrð með einu vísuorði. Því fylgir annað
vísuorð, sem efnislega er oftast í litlum eða engurn tengslum við hið fyrra. I
íslenzku rúnaþulunni eru þrjár skýringar með hverri (mál)rún, svokallaðar
þrídeilur.
I einu tilviki eru rúnaþulurnar merkilega ósammála, svo að vakið hefur
furðu fræðimanna:
Norska rúnaþulan Isl. rúnaþulan
Óss er leið flestra ferða, Óss er aldinn Gautr
en skálpr er sverða. ok Ásgarðs jöfurr
ok Valhallar vísi.
Þannig er heiti 4. rúnar skýrt í norsku rúnaþulunni sem árós: óss, en í hinni
íslenzku sem Oðinn, áss, en svo hét 4. rún upphaflega (á forníslenzku óss, frum-
norrænu *ansuu). Tvískinnungur þessi, telja menn, að eigi rætur að rekja til
ldjóðbreytinga og áhrifa frá norsku rúnaþulunni, sem var sannanlega notuð af
rímnaskáldunum ásarnt hinni íslenzku. En víst er, að á miðöldum táknaði 4. rún
o, ó eða ö, en ekki a eða á (eins og 10. rún, ár). Eitt með öðru, sem kann að hafa
stuðlað að varðveizlu hins forna skilnings á heiti 4. rúnar í íslenzku rúnaþulunni,
kann að vera það, að í handritum var oft rúnastafur, en ekki heiti í upphafi hverrar
skýringarvísu.
1 rímum Þjalar-Jóns (XVI,54) er bundið nafn í málrúnum:
Víkur rás og vatna mót,
virða angrið stríða
þessi kolvillt kvæðin ljót
keppzt hefur við að smíða.
Rás þýðir ferð í merkingunni það, sem er á ferð, en rás víkur er kenning
á ís, heiti 9. rúnar. Vatna mót er ós og virða angrið stríða: nauð, en svo heitir
8. rún. - Hér eru kornin þrjú rúnaheiti: íss, óss, nauð, sem jafngilda í þessu
dæmi latnesku bókstöfunum j, ó, n, þ. e. Jón. En þau hefðu alveg eins getað