Andvari - 01.01.1975, Síða 145
ANDVARI
ÍIULDUMÁL
143
þýtt Nói, því að oft er röð rúna vísvitandi ruglað, þegar nöfn eru fólgin í
málrúnum.
Eins og nú hefur verið lýst stuttlega, bundu rímnaskáldin nöfn aðallega
á þrennan hátt: í heitum, kenningum og málrúnum. En því má ekki gleyma,
að málrúnir eru í raun og veru einn flokkur heita og fylgsni málrúna hin
sömu og fylgsni annarra hulinna orða, hvort sem þau eru samnöfn eða sérnöfn.
Niðurstaðan er því sú, að búningur huldumáls er fyrst og fremst hið forna
skáldskaparmál, heiti og kenningar.
Oft er hinum ýmsu aðferðum til þess að hylja nöfn blandað saman í
einni og sömu nafnafelunni. Algengast er, að nöfn séu fólgin í niðurlagi rímna,
en alloft er það gert einhvers staðar í mansöngvunum. Nöfn þau, sem rímna-
skáldin fela, eru nálega undantekningarlaust annaðhvort nafn þeirra sjálfra
eða nafn þess eða þeirrar, sem rímurnar eru ortar fyrir. I rímum, sem eru
eldri en frá því um 1600, eru einungis fólgin skírnarnöfn manna, en ekki
föðurnöfn.
IV
Svo virðist sem fjögur nöfn séu fólgin í Bósarímum: 1) nafn konu þeirrar,
sem rímurnar eru helgaðar, 2) nafn bæjar þess, sem konan hefur átt heima á,
og samhljóða fjallsnafn, 3) héraðsnafn og 4) nafn höfundarins. Ef rétt reynist,
er nafn konunnar fólgið níu sinnum, bæjar- og fjallsnafnið tvisvar, héraðsnafnið
einu sinni og nafn höfundarins fjórum sinnum. Alls væri þá nafn fólgið 16
sinnurn í Bósarímum.
Nafn konunnar er fólgið í þessurn erindum og vísuhelmingum:
1)
2)
3)
4)
1,46. Yyikir, örn og ferligt hljóð, frost með tyri byrstu, torglig reiðin, tiggja fljóð taki nú við hinni fyrstu.
11,86. Taki nú óðinn tiggi skýr, tamið eð unga söðla dýr.
111,53. Hjá mæðing hesta og mjúkum sjá mærðin, bið ég, að standi.
IV,47. Ræð ég nú, að ríkust frú rimu gjöri að læra, lýða ró og leikr á jó, listug brúðrin skæra.