Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 147
ANDVARI
HULDUMÁL
145
e) Með ögrunum eru menn hvattir til þess að ráða nafnið, talið, að vit til
þess muni þá ekki skorta, því að nafnið sé ljóst: Ég trúi virðum bresti ei vizkan
vita, hvað svanninn bezti heitir (6). Nafnið vífsins bráða, N. N., er víst Ijóst
fyrir veitum öls. Allir mega ráða það (8).
Ekki fer á milli mála, að Bósarímur eru ortar fyrir konu. Hún er kölluð
ríkust frú, listug brúðrin skæra (4), þýðust; glæst gullas Hlín (5), svanninn bezti
(6) og vífið bráða (8).
Orðalagið, „að mærðin standi hjá N. N.“ (3), á sér hliðstæðu í mansöng
IX. rímu, 4. erindi (næst á eftir 8. nafnafelu):
Venris kann ég veita þátt
vist hjá harma stilli.
Eg kann veita (get veitt) Venris þátt (mansöng, þ. e. „mærðinni"; þátt fyrir
þætti vegna ríms, á móti gátt) vist hjá harma stilli (þeim, sem mildar harma, þ. e.
„svannanum bezta"). Sbr. standa hjá og vist hjá.
Orðin þó á enda stæði í 70. erindi VIII. rímu (7) rnunu þýða: þó að end(ir)-
inn léti á sér standa, rímunni ætlaði seint að Ijúka. Erindið er niðuflagserindi
eða endi rímunnar, sem er fjórða lengsta ríman í flokki Bósarímna.
Einkennilegt er, að í sama erindi (7) er sögn í viðtengingarhætti þátíðar
og önnur í viðtengingarhætti nútíðar hliðstæðar: „Ég vilda, að N. N. ætti
óðinn,..., geymi kvæði.“ Svipað kemur fyrir í VII. rímu (35. er.):
Foldin skalf, en fjöllin nauða
feikna-mjög í tröllsins dauða.
En hér er ástæðan augljós: nauða rímar á móti dauða.
I 3. erindi IX. rímu (8) er smáorðið að haft til bragfyllingar, svipað og of
í fornum skáldskap: „Fyrir veitum öls að víst er ljóst“ (1. vo.). Dæmi slíks eru
mörg í Bósarímum. Sbr. einkum (VI,71):
I Þverárhlíð að þorngrund býr,
þar er á Höfða heitir.
I sama erindi (8) er skothending fyrir aðalhendingu: Ijóst rímar á móti
-raust. Frávik þetta frá ströngustu bragreglum er ekkert einsdæmi í Bósarímum
fremur en öðrum skáldskap fyrr og síðar.
10