Andvari - 01.01.1975, Side 148
146
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
V
Meðal annarra orða og orðasambanda í fylgsnum natns konunnar eru
kenningarnar fiska byggð (6 og 9) og mæðing hesta (3). Er þar um að ræða
eitthvert augljósasta skáldskaparmál, sem fyrir augu getur borið. Merkingin
er sjór og reið. Fyrri kenningin á fjölda hliðstæðna í fornurn skáldskap og
rímum og þá einnig í Bósarímum (IX, 13):
Firðar héldu á flyðru slóð
flæðar dýri snjöllu.
Síðari kenningin á ramma stoð í rúnaþulunum. ,,Reið kveða (h)rossum versta,“
segir í hihni norsku, en í hinni íslenzku:
Reið er sitjandi sæla
ok snúðig ferð
ok jós erfiði.
Fyrir „fiska byggð“ í 6. nafnafelu stendur í hinni 3. (þar sem röð er snúið
við) sjár í þágufalli ásamt lýsingarorði, og í 9. nafnafelu stendur - með „fiska
byggð“ - flæðrin, sömuleiðis ásarnt lýsingarorði. Fyrir „mæðing hesta“ í 3.
nafnafelu (ath. röðina) stendur í öðrum nafnafelum leikr á jó (4), garpr á jó
(7) og Flosi á hesti (6). Enginn þarf að efast um, að átt er við sjó og reið.
Hliðstæða hinna síðastnefndu orðasambanda eða kenningarígilda er þegn
á græði fínum (5). I þessum orðum leynist gamalkunnur orðaleikur. 1 stað
sjávarheitisins græðir á að setja sjávarheitið marr, sem síðan stígur um palla og
fær merkinguna hestur (sbr. ægir = marr í vísubroti, sem eignað er Rögnvaldi
jarli kala). 1 fljótu bragði virðist þessi orðaleikur koma fyrir lítið, þar eð orða-
sambandið, sem hann er í, á sér öruggar hliðstæður (garpr á jó og Flosi á hesti).
Hins vegar mun hann vera eins konar lykill að orðinu Þórir í sömu nafnafelu.
Vissulega nálgast mannsnafnið Þórir að vera samheiti við guðsnafnið Þórr. Sést
það m. a. af því, að í fornum heimildum heitir I Ialþorr stundum Hafþórir (sjá
Sturlungu). Verður að líta svo á, að Þórir sé of Ijóst fyrir Þórr - eins og græðir
fyrir marr - og víst má telja, að vín Þóris (5) sé vín það, sem Þór drakk forðum
í höll Útgarða-Loka, en það var reyndar sjór. - Þess má að vísu minnast, að
stundum laga skáldin eignarfallsmynd orða eftir brag sínum. Til dæmis hefur
Egill Míms fyrir Mímis í Sonatorreki. Eins mætti hugsa sér, að höfundur
Bósarímna hafi - með skáldaleyfi — breytt Þórs í Þóris.
1 2. nafnafelu standa orðin tamið eð unga söðla dýr, í öðru tveggja aðal-
handrita Bósarímna: „tamið er unga söðla dýr“, en hvort tveggja kemur í einn
stað niður: reið.