Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 150

Andvari - 01.01.1975, Page 150
148 ÓLAFUR M. ÓLAFSSON ANDVAHI felur 1. nafnafela í sér skýrt svar við þessu. Ef tiggja fljóð er fylgsni rúna- heitisins óss, eru fylkir (1), tiggi (2) og gramrinn (7) það einnig, svo og allur ,,sjór“ í nafnafelunum níu: sjár (3), flæðrin (9), fiska byggð (6 og 9) og Þóris vín (5). Tvö fyrstu orð 1. nafnafelu eru fylkir, örn. Llm fyrra orðið hefur þegar verið rætt, en að öðru leyti skú gengið fram hjá þessum orðum að sinni. Ferligt hljóð hlýtur að skoðast í ljósi orðsins undraraust í 8. nafnafelu. Sé um málrúnir að ræða, kemur naumast annað til greina en reið, þ. e. a. s. í merk- ingunni þruma. En merking skiptir ekki máli, heldur orðmyndin, sem frarn kemur. Vegna þess, að undraraust (8) er hliðstætt orð orðasamböndum, sem merkja reið: mæðing hesta (3), leikr á jó (4), garyr á jó (7), Flosi á hesti (6), þegn á græði fínum (5), tamið eð unga söðla dýr (2), má telja víst, að það og ferligl hljóð beri að skilja á einn veg: reið. Sem fylgsni málrúnar er frost öruggt í merkingunni ís. „Frigus er frost, irost er íss, íss er rúnastafr," segir í gömlum skýringum með íslenzku rúnaþulunni. Orðmyndin tyri hefur verið lesin týri og talin afbrigðileg þágufallsmynd af guðsnafninu Týr, sem jafnframt var heiti 12. rúnar. En orðmyndinni fylgir lýsingarorð í hvorugkyni: byrstu, svo að fráleitt er um herguðinn Tý að ræða né heldur neitt, sem ber nafn hans. Kunn var að fornu viðartegund, sem kölluð var tyri eða tyrvi, öðru nafni tyrviðr eða tyrvitré. Það er harður furu- eða greniviður. Lýsingarorðið byrsir er komið af nafnorðinu burst, en frurn- merking þess er broddur, enda eru barr (barrnál), burst og broddr rótskyld orð. Byrslr er sá, sem er með burst eða broddlaga. Er hægt að hugsa sér nákvæmari lýsingu á þyrni en byrst tyri, þ. e. ,,tyri með burst“ eða „broddlaga harðviður"? Þyrnir heitir öðru nafni þorn. Svo hét 3. rún í rúnastafrófi Engilsaxa, og vafalaust þykir, að þaðan sé bókstafurinn þ og heiti hans komið inn í íslenzkt ritmál. Næst er í 1. nafnafelu málrúnin reið - milliliðalaus — ásamt lýsingarorði og greini, en að lokum kenningin tiggja fljóð, sem getur ekki þýtt annað en Rán og má ekki lesa öðruvísi en „sjór“, þ. e. óss. Hér eru komnar fjórar málrúnir og eitt bókstafsheiti í þessari röð: reið — íss — þorn — reið — óss, þ. e. riþro. Þegar þess er gætt, að í 3. nafnafelu er fylgsnum málrúnanna „óss“ og „reið“ snúið við: „reið“ og „óss“, kemur sízt á óvart, þótt ruglað sé stöfurn. Sé lesið ríþor, er korninn alkunnur síðari hluti kvenmannsnafns: -ríður. í rúnum var þurs, í latínuletri þorn, hið klassiska tákn fyrir þ og ð. Og nú er rétt að gefa gaum lýsingarorðinu torglig (1), sem fylgir málrúninni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.